- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
218

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

218

mílur á lengd og 60 á breidd o. s. frv. E. Schulthess safnar
saman allmörgum sögum um Island, og er lýsing hans
nokkurs-konar ágrip af hinum helztu skröksögum eldri höfunda:
hann segir að þjóðir þær, er nálægt búi, haldi að helvíti sé
á Islandi, af því ýlfur heyrist þar í hafís og eldfjöllum, hann
segir að Danakonungur styrki Islendinga til náms við háskóla
í Kaupmannahöfn og Rostoch, en alþýða manna sé mjög
hjátrúarfull, og hver hafi húsanda sér til hjálpar, og að þeir
selji vind likt og Lapplendingar, geri mél úr fiski, verði sumir
200 ára gamlir o. s. frv.: ennfremur tekur hann úr Blefken
sögur um óskirlífi kvenna, og segir að úr tré á íslandi velli
út bjór og hann sé góður rnóti frönsku sýkinni, sem þar er
algeng. Um heitar uppsprettur talar hann einnig, um brunna,
er geri svarta ull hvita o. s. frv. Hinn nafnfrægi
landfræð-ingur Varenius nefnir Heklu hjátrúarlaust, sem hans var von
og vísa, og segir um hana: »Hekla gýs stundum engu minna
en Etna og kastar upp úr sér stórum steinum ; eldurinn. sem
eigi getur frjálslega komizt út, framleiðir undarleg hljóð, er
líkjast stunum, og halda því ýmsir auðtrúa menn, að þar sé
helviti og að þar kveljist syndugar sálir«Aptur á móti er
hjátrúin mögnuð hjá Julius Cœsar Becupitius, hann segir að
Hekla sé eitt af opum vítis og þar megi kenna svipi dauðra
manna og hafa tal af þeim, »guð vildi að þesskonar staðir
væru til á jörðunni, svo dauðlegir menn fengju fulla vissu
um samastað hinna óguðlegu eptir dauðann, svo þeir þannig
lærðu að óttast guð og með því, að komast hjá eilífum eldi«.2
I bók eptir frakkneskan kristmunk, Georg Fournier (f
1652), er dálítið talað um íslendinga, hann segir meðal
ann-ars: » ísl endingar eru svarlir á hár, lágir og þrýstnir, þeir
búa i þorpum, hús þeirra eru gjörð úr einum steini
samfelld-um og hliðarnar þaktar; húsgögn hafa þeir mörg og snotur.
tennur sínar og tannhold nugga þeir úr hlandi, til þess að
verja það rotnun«. Því næst talar hann um fisk- og smjörát

J) B. Yarenius: Geographia generalis in qua aíTectiones generales
telluris explicantur. Amstelodami 1650-12°, bls. 106.

2) J. C. Recnpitius: De Vesuviano incendio nuntius. Neapoli
1682-12°, bls. 55—56.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0230.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free