Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
221
(enskar) á lengd og að þar sé ákaflega kalt;1 íslendingar lifa
eingöngu á fiski og hann er aðal verzlunarvara þeirra, hin
islenzka langa er fræg um alla Noróurálfuna. Helztu bæir á
íslandi eru Hallen og Schshelten. I átta mánuði af árinu
eru stöðug frost á íslandi og hvorki korn né tré geta
þrifizt fyrir norðanofviðrum, þar vex ekkert tré nema einir:
grasvöxtur á íslandi er góður, nautgipir eru kollóttir, sauðfé
hyrnt; islenzku hundarnir litlu eru uppáhald kvennfólksins:
höfundurinn segir, að auk Islands heyri Frísland undir Dani,
og þangað komi margar þjóðir til verzlunar.2 P. Gordon
er allmargorður um Island.3 Hann segir, að á Islandi sé svo
kornlaust, að Islendingar verði að mala þurkuð fiskbein og
gjöra úr þeim brauð. Vestan til á Islandi er vatn, sem gjörir
allt að steini, og á miðju landi annað vatn, er svo banvæna
gufu leggur upp úr, að fuglar drepast, er þeir reyna að fljúga
yfir. Höfundurinn segir, að Islendingar séu meðalmenn að
vexti, en mjög sterkir og montnir af kröptum sínum, þeir
eru mjög fákunnandi og hjátrúarfullir, karlar og konur eru
nærri eins klædd. Landstjóri Danakonungs býr í
Bestode-kastala. Menn vita ekki hvenær kristni fyrst kom til
lands-ins, sumir Islendingar hafa Lútherstrú eins og Danir, en hinir
ómenntuðu innfæddu menn, er vanalega dyljast í holum og
hellrum, halda enn fast við forna skurðgoðadýrkun, eins og á
fyrri öldum.4 Juhannes Wiilfer talar dálitið um ísland og
sérstaklega um Heklu, hann atyrðir Blelken fyrir vitlevsur
hans, og segir að þeir höfundar hafi rangt fyrir sér, er segja
að Hekla sé sígjósandi, hún gjósi eins og Vesuv aðeins endur
og sinnum. Wúlfer ber fyrir sig bók Þórðar Þorlákssonar,
’) »a damnable cold country*.
2) G. Meriton: A Geographical Description of the World. London
1679, bls. 349.
3) P. Gordon: The geographical grammar. London 1735-8vo, bls.
229 — 30; 14. útgáfa aukin og leiðrétt af Mr. Senex. Fyrsta útgáfa
1693 (?)
4) »The unciviliz’d Natives, who commonly abscond in Dens and
Caves, they still adhere to their ancient Idolatry as in former Times«.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>