- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
234

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

234

Árna Magnússyni og ferðaðist með honum í 4 ár á íslandi,
lærði íslenzku og sneri ýmsum islenzkum guðsorðabókum á
dönsku. Becker var um tíma timburkaupmaður eptir að

r

h’ann fór frá Arna, komst í skuldakröggur og varð jafnvel
að flýja úr landi um tíma, en svo varð hann lögmaður á
ís-landi norðan og vestan 1737 og dó í Brokev á Breiðafirði

1746. Becker reit einnig bækling um viðreisn Islands og

/

segist sjálfur mest fara eptir skjölum þeirra Arna
Magnús-sonar og Páls Vídalíns, en mjög er það efasamt, hvort það
er satt. Vitnisburðir þeir og meðmæli, sem hann hafði í

r

höndum frá Arna Magnússyni. hafa eflaust, ásamt þessum
bækling, opnað honum veg að lögmannsembættinu.
Bækl-ingur þessi1 er dagsettur 4. október 1736 og stilaður til
stjórn-arinnar.

Becker segir fyrst, að það sé mjög undarlegt, að
jafn-stórt land eins og Island, með ágætu loptslagi og miklum
afrakstri, skuli vera í slíkri niðurlægingu, að konungur hefir
litið meiri ágóða af því en eyðieynni Saltholmen i
Eyrar-sundi. Þetta segir Becker sé allt að kenna
verzlunarólag-inu, Islendingar vinni baki brotnu, en fá ekkert fyrir verk
sín, enda eru þeir orðnir svo vondaufir um að fá nokkra
viðreisn og endurbót, að þeir eru búnir að leggja árar i bát.
Becker telur það bezta framfaravon fyrir landið, að stofnaðir
séu 5 kaupstaðir, en öll önnur kauptún lögð niður, álítur
hann þetta hið bezta meðal mót öllum meinsemdum
lands-ins. Hafnarfjörð telur hann bezt lagaðan til höfuðstaðar, en
vill láta leggja niður verzlun á Eyrarbakka og Bátsendum, í
Keflavík, Grindavík og Reykjavik, hinir 4 kaupstaðirnir eiga
að vera: Grundarfjörður, Akurevri, ísafjörður og
Revðar-fjörður, alla aðra verzlunarstaði á að afnema; þó vill hann,
ef nauðsyn krefur, fallast á að hafa geymsluhús fvrir vörur
í sumum af hinum fornu kauptúnum, til þess að gjöra bænd-

’) Hdrs. J. S. nr. 83 fol. Rit þetta var löngu seinna prentað
nafn-laust: Beretning og Forslag om tienlige Midler til Islands Opkomst.
Skrevne i Aaret 1736. Kjöbenhavn 1798-8vo (38 bls.). Stuttur ritdómur
í Skandinavisk Museum I., 1798. bls. 388—89.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0246.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free