- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
233

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

233

til vill, nota nokkuð tii flutninga. og ræður íslendingum, að
gjöra sér leðurbáta að dæmi Kósakka, af þvi þá má bera
framhjá fossum og hávöðum. Arngrímur ræður sterklega til
þess, að afnema einokunarverzlunina, svo Islendingar geti
verzlað við hverja sem þeir vilja. Þetta var sjaldgæf skoðun
á þeim tímum og djarfmannlegt að bera hana fram fyrir
stjórn-arvöldin.

Arngrimur vill láta senda iðnaðarmenn til Islands, er

r t

kenni Islendingum ýmsar handiðnir, hann vill láta nalda
Is-lendingum til siðgæðis, iðni og vinnu, flvtja til landsins allt
þaó, sem aó gagni má verða, en sporna við útlendum
ósið-um; hann telur það heppilegt, að sem mestir peningar séu
fluttir til landsins, en vill ekki láta flvtja peninga úr landinu,
nema í konungsgjöld. Ennfremur stingur Arngrimur upp á
þvi, að settir séu tveir kaupstaðir, annar fyrir norðan, hinn
fyrir sunnan; í kaupstöðunum á að vera kastali og setulið,
til þess að halda reglu, en útlendingar eiga að setjast þar að,
sem kennt geta Islendingum verzlun og iðnað, helzt ungir
menn ógiptir, og vill hann láta þá giptast íslenzkum stúlkum
gjafvaxta. Arngrímur endar rit sitt með ýmsum almennum
hugleiðingum, og biður konung að velja einhvern duglegan og
ráðvandan mann til þess, að ferðast um landið og kynna sér
ástandið, sendiboði þessi á að taka með sér jarðyrkjumenn,
fiskimenn og iðnaðarmenn, en sjálfur á hann með ræðum og
fortölum að brýna fyrir mönnum nauðsvnjar landsins.

Arngrímur skráði líka rit um Grænland, um siglingar
þangað, landnám þar til forna o. fl., og afhenti konungi það
14. ágúst 1703. Ritgjörð Arngríms Vidalíns um viðreisn
ís-lands hefir liklega með mörgu ööru, kvörtunum alþingis,
sendiferð Lauritz Gottrups o. fl., stuðlað að því, að konungur
kvaddi þá Arna Magnússon og Pál Vídalín 22. mai 1702 i
nefnd til þess, að yfirvega ástand íslands og leggja ráð á,
hvað gera skyldi, til að bæta hag landsins. Vér munum
siðar drepa litið eitt á starf þessara tveggja merkismanna, að
því leyti sem það jók þekkingu manna á landinu og
lands-háttum og snertir aðalefni þessa rits.

Maður er nefndur Hans Becker, hann var skrifari hjá

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0245.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free