- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
241

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

241

svo stóru landi sem ísland er, þarf fyrst með
stjörnumæling-um að ákveða innbyrðis legu staðanna, mæla hæðir og annað
þvílikt, en til þess, segir hann, að mælingamenn enn hafi
ekki haft nægilega kunnáttu í stærðfræði.

Til allrar óhamingju, segir Mattías, að framfarirnar muni

r

verða mjög örðugar sakir þekkingarleysis Islendinga og
mót-þróa kaupmanna, sem vilja halda öllu við gamla lagið og
enga breytingu gjöra; á sama máli eru sjálfir Islendingar
ílestallir, þvi síðan einokunin komst á, hafa þeir gleymt allri
framtakssemi og eru orðnir ópraktískir i verzlun og
viöskipt-um; þvi nær engir fara utan nema stúdentar, sem lesa
guð-fræði og flýta sér svo heim, til þess að ná í brauð. Að
lok-um stingur Mattías upp á því, að konungur stofni sérstakt
stjórnar- og verzlunarráð fvrir Island, til þess að ihuga, hvað
landinu megi verða til framfara.

Jón Olafsson frá Grunnavík hefir 1737 samið rit, sem
hann kallar ^Hagþeinkir^1, og talar þar mest um bóklega
fræðslu Islendinga, um uppfræðslu unglinga, um nám í lærð-

v

um skólum og við háskólann, og notkun lærdómsins á
Is-landi. I riti þessu getur höf. líka allitarlega um tilraunir
þær og uppástungur, sem gerðar hafa verið Islandi til
fram-fara og viðreisnar. í bvrjun 25. kapítula kemst Jón
Ólafs-son svo að orði: »Nú af því nokkrir vilja gott gjöra sér og
öðrum í landinu, þá mun þaðan komið það mikla
project-mageri, sem varað hefir yfir næstu 30 ár og gengur nú hvað
frekast fram, siðan collegium oeconomicum var innstiptað
1736, það er, að þeir skrifa tram fyrir konginn og hans
ráða-neyti sína þanka, ráð og tillögur um það, er betrast megi í
lanclinu eóur þar nýtt innfærast, öllum til gagnsmuna. Flestir
fara með það, er þeirra embætti við kemur, sumir eptir
lund-erni og nokkrir af interesse, en allmargir, er utanlands hafa

’) Jón Ólaýsson: Hagþeinkir getinn, fæddur og fóstraður í
Kaup-mannahöfn í Aprili 1737. Hdrs. J. S. nr. 83. fol. Ritinu er skipt í 4
kafla: 1Q um ungdómsins lærdóm, 2° um bókalærdóm í skólagangi, 3°
um utanlandsstúdía, 4° um brúkun alls þessa á íslandi, eður
aptur-komins manns tilstand þar að dauðanum fram.

16

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0253.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free