- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
240

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

240

ef meira fiskaðist, hann segir og, að kaupmenn salti sjálfir
fisk sinn á sumrum, en banni Islendingum að gera það.
Höf. talar og um ullarverzlunina, og segir, hún sé öll í ólagi.
íslendingar selja kaupmönnum ullina fyrir 3—4 skildinga
pundið, en kaupa aptur af þeim ullarklæði við dýru verði:
Islendingar selja illa prjónaða, stórgerða sokka fvrir 6—8
skildinga, en gætu eflaust fengið allt að því 3 mörk fyrir þá,
ef þeir væru vel gerðir; tvibreitt vaðmál selja þeir fyrir 8—
10 skildinga alinina, en úr sömu ull mætti gera dúka fyrir
rikisdal alinina, ef þeir væru vandaðir. Eins mætti úr toginu
vefa dúka, sem eru eins og »kamel»garns-dúkar, en Danir
kaupa kamelgarn árlega fyrir mörg þúsund dali. Nú segir
höf., að Islendingar spinni allt á snældu, og sé því
bráðnauð-synlegt að flytja rokka og vefstóla til Islands. Mattias
Joch-umsson vill láta stofna ullarverksmiðjur á Islandi, og segir,
að vinnan við þær geti ekki verið dýr, þvi karlmannskaup
sé lítið, en vinnukonur fái ekkert kaup, þær fá að eins fæði
og föt, sem varla eru meira en tveggja dala virðiáári; fæði
stúlkunnar virðir hann á tvo skildinga á dag. Karlmönnum
er alltaf skamtað helmingi meira en konum, þeir fá, segir
hann, daglega tvo harða fiska, um 2 pund á þyngd og 2
skildinga virði og 2 pund af smjöri, er kosta jafn mikið; auk
þess fær vinnufólk eins mikla blöndu að drekka eins og það
vill og þrifst vel á þessari fæðu. Mattias segist sjálfur í
5—6 vikur hafa lifað á þessum mat, og sér hafi liðið vel,
þegar fiskurinn var vel verkaður og smjörið gott.

Mattías ætlar, að heppilegast mundi að stofna
ullarverk-smiöjurnar i Hafnarfirði, og vill hann láta víggirða þann bæ.
Höf. talar einnig um ýmislegt annað, sem Islendingar gætu
gert sér að verzlunarvöru, t. d. heilagfiski, sild, lax,
sund-maga, álptafjaðrir, agatsteina o. fl. Mattías segir, að þá hafi
enginn lax verið saltaður á Islandi, nema 6—8 tunnur á
Bessastöðum, og voru þær sendar konungi; sá lax hefir
lik-lega verið úr Elliðaám. Mattias telur það mikla nauðsyn,
að landið sé mælt, en talar fremur óvirðuglega um uppdrátt
Knopfs, hann segir, að þeir, sem þangað til hafi verið sendir
til að mæla á íslandi, hafi ekki verið þeim starfa vaxnir; á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0252.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free