Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
256
í jarðabók þessari má fá ágætar upplýsingar um
ýmis-legt, er snertir staðalýsingu Islands og um hag og ástæður
Islendinga á þeim timum. I jarðabókinni eru, auk
höfuð-jarða, taldar hjáleigur allar og verbúöir, og margar eyðijarðir
eru nefndar, þar er talinn dýrleiki jarðanna, afgjöld og kvaðir,
kvikfé og heimiiismenn, itök og veiði o. m. fl. Af jarðabók
þessari má vel sjá breytingar þær, sem orðnar eru á
bún-aðarháttum og jarðabyggingu; kvaðirnar, sem í þá daga voru
mjög margar á flestum búendum, einkum nálægt, verstöðum
og á kongsjörðum sunnanlands, eru nærri horfnar og
yfir-höfuð hafa jarðaafgjöld mjög lækkað, viða um helming:
kú-peningi hefir fækkað siðan, en sauðfé hefir fjölgað, enda var
það þá illa hirt, því var litið eða ekkert fóður ætlað og varð
að ganga sjálfala, þessvegna féll sauðfé hrönnum, hvenær
sem harðnaði í ári. I þá daga keyptu menn miklu færra frá
útlöndum en nú. og gjörðu miklu minni kröfur til lífsins, þá
notuðu menn margt það, sem menn nú ekki hirða, og því er
sölvatekja, grasatekja, berjaleitir o. tl. þessháttar, opt talið til
hlunninda á jörðum. Af jarðabókinni má og margt sjá um
fiskiveiðar i verstöðvum og margt fleira, sem hér er ekki
hægt að nefna. Hver sá, sem fræðast vill um atvinnuvegi
Islands fyrr og síðar, hefir mjög mikil not af jarðabók
þessari.
Auk jarðabókarinnar hafa þeir Arni og Páll ritað ýmis-
t t
legt fleira, er snertir landfræði Islands. Arni Magnússon1
(1663—1730) hefir á ferðum sínum skrifaö upp margt merki-
t
legt, er snertir staðalýsingu og landfræði Islands, og er það
enn til í safni hans2; sýnir það allt nákvæmni hans og glögg-
Um æfi Árna Magnússonar: Jón Olafsson frá Grunnavík:
Bio-grafiske Efterretninger om Arne Magnussen. Udgivne med
Anmærk-ninger af E. C. Werlauff. (Nordisk Tidskrift for Oldkyndighed III..
1836, bls. 1 — 166). Æfiágrip eptir K Kálund framan við 2. bindi af
Katalog over den Arnamagnæanske hándski iftsamling, Kbh. 1894, bls.
3—26, og eptir porhel Bjarnasoni Tímariti Búkmenntafélagsins VII., 1886,
bls. 198-213.
2) Árni Magnússon: Chorographica Islandica. A. M. nr 213-8vo.
404 blöð.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>