- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
257

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

257

skyggni, og er þar margur fróðleikur geymdur, sem ennþá
má nota. Hér getum vér aðeins drepið á fá atriði, sem
sýnishorn. Safn þetta fæst mestmegnis við örnefni i ýmsum

r

hlutum landsins. Arni Magnússon hefir spurt kunnuga menn
um bæjaskipun, örnefni, fjallvegi, afstöðu fjalla, gamlar
sagnir o. fl.; opt getur hann um kompásstefnur frá einum stað
til annars og sumstaðar eru uppdrættir af merkisstöðum,
fljót-lega gerðir.

r

Arni Magnússon getur um breiddarstig Langaness og
sól-arhæðina, er sól var lægst á lopti, þegar þeir sigldu þar
fram hjá, nóttina milli 18. og 19. júní 1702, og segir hann
þeir hafi fundið, að pólhæð Langanesstár var 66^/2 0 n. br., og
er það nærri sanni. í^ar næst talar hann um Austfirði, og
telur firði, fjallvegi og hálsa i Múlasýslum. Um
Skaptafells-sýslu hefir Arni safnað ýmsu allmerkilegu; þar er meðal
annars lýsing og uppdráttur af upptökum Jökulsár á Sól-

r

heimasandi1. Arni telur eyðibæi þá, sem eyðzt hafa á
Mýr-dalssandi af eldgosum og jökulhlaupum, og telur ýms örnefni
kringum Mýrdalsjökul. Frá Öræfum segir hann allgreinilega2;
meðal annars segir hann: »Milli Svínafells og Skaptafells er
Hafrafell, stórt og grösugt fjall, þangað var til forna
manna-farvegur og fjárganga á sumrum, nú er þetta Hafrafell svo
innilukt af jökultöngum, að ómögulegt er að komast þangað,
nema fyrir gangandi menn og þó með stóru ómaki. I
Jök-ulfelli var áður bær og sjást þar tóptir, þar var áður tekinn
viður til húsa, en stærsti skógurinn er nú af«. Um
Ingólfs-höfða segir hann, að höfðinn sé grasivaxinn mestallur,
nema að norðan blásinn, aðeins á tveim stöðum verður
kom-izt í hann með hesta, á öðrum staðnum er klettur, sem heitir
Selasker, þar á fyrrum að hafa legið kaupskip; 4
fiskimanna-búðir voru þá (1704) á höfðanum. »Ekkert merki sést nú tit

Sbr. porv. Thoroddscn: Ferð um Vestur-Skaptafellssýslu 1893.
Andvari XIX., bls. 55—57; þar er prentuð lýsing Árna á jökulhlaupum
úr Sólheimajökli.

2) Sbr. porv. Thoroddsen: Ferð um Austur-Skaptafellssýslu og
Múla-sýslur 1894. Andvari XX., bls. 39—67.

16

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0269.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free