- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
266

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

266

engir málmar séu þar kunnir í sýslunni. Um hesta segir
hann, aö hinir stærstu séu 9 kvartil á hæð, en hinir minnstu
7. Við Ingólfshöfða var þá enn nokkuð útræði, en eigi var
hægt að lenda nema í vestanátt og stillum; við Hálsa hafði
áður verið útræði mikið, en var nú af, sökum þess að
lend-ingin hafði breytzt, höf. segir, að þar hafi mikill skiptapi
orðið 1573 og drukknað 53 menn1. Um Öræfagosið 1362
segir hann, að þá hafi eyðzt 40 bæir, og enginn komizt af,
nema prestur og djákn á Rauðalæk2.

Lýsing Vestmannaeyja3 er undirskrifuð af 7 mönnum.
Þar er talið, að Vestmannaeyjar séu 13, en 5 af þeim
gras-lausar; þá var vani, að tveir menn héldu vörð á Helgafelli á
vorin, hverja nótt áður en kaupskipið kom, til þess að
kunn-gjöra eyjarskeggjum gleðifregnina sem fyrst. Höf. segir,
að hvergi sé á Heimaey rennandi vatn eða stöðupollar.
brunnar fyllast reyndar í regni, en þorna upp í þurkum;
bezta vatnið fæst úr Heimakletti, þar er ágætt vatn, er sitrar
út úr berginu, og láta menn ámur og tunnur standa undir
þvi og safna því svo. Höf. telur það einn hinn algengasta
sjúkdóm á eyjunni, að menn um vertíð fá sár og bletti á
handleggi, hendur og fingur, með miklum verkjum, og gróa
sárin seint. Kastalann á Vestmannaeyjum, segir hann, að Hans
Nansen hafi fyrstur byggt og nafn hans standi úthöggið í
tréverkinu yfir vesturporti kastalans; sýslumenn hafi verið á
eyjunum síðan 1635, en hafi þó ekki ætíð búið þar.

Lýsing Suðurmúlasýslu4 er stutt og ómerkileg. f*ar segir

*) Sbr. potv. Thoroddsen: Ferð um Austur-Skaptafellssýslu 1894.
Andvari XX., bls. 25.

2) þessi sögn er tekin úr Annál Jóns Egilssonar, aðrar sagnir segja.
að enginn bafi komizt af nema Hallur smali og blesóttur hestur, enn aðrar.
að enginn hafi lifað eptir nema öldruð kona og kapall. Sbr. Andvari
XX., bls. 56-58.

3) Historisk Beskrifelse over Vestmanoe; dags. 14. júní 1749, 8 blöð.
4°. Undirskrifuð nöfn: Böðvar Jónsson. Gísli ívarsson, þorsteinn
þor-kelsson, Bjarni Magníisson. Einar Jónsson, Jón þórðarson, Nathanae(!)
Gissursson.

4) Topographia eller kort Descriptio over de tvende sydeste Deeler

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0278.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free