- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
265

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

265

útbreiðzt. Skógar, segir höf., að séu nú engir eptir í
sýsl-unni, nema Skarfaness-, Næfurholts- og Selsundsskógar. Þjórsá
segir höf., sé 120 faðma breið (hvar það er, segir hann ekki);
ferjustaðir eru 4, Fljótshólar, Sandhólar, Egilsstaðir og
Hross-hylur; vöð, Nautavað og Eyjarvað hjá Arnesi; ferjutollur, einn
fiskur fyrir hestburð og fyrir hverja kind. Veiði í
Fiskivötn-um, segir hann, að þá hafi alveg verið lögð niður. Höf. telur
hin helztu Heklugos, seinastl725, og segir, að það gos hafikomið
úr hrauninu fyrir neðan Heklu, siðan kemur lýsing Þorláks
Þórðarsonar á Heklugosinu 1693 orðrétt, á latínu. Höf. getur
um hina helztu hellra í Rangárvallasýslu, og segir sumir
þeirra séu svo stórir, að þeir taki 2—300 fjár, hellirinn í
Hrútafelli undir Eyjafjöllum telur hann merkastan, segir að
fyrir honum sé járnslegin hurð með lás fyrir, og að hann sé
með gluggum og þiljaóur að innan. Að siðustu getur hann
þess, að i sýslunni búi einn af rikustu mönnum landsins,
Brynj-ólfur Þórðarson Thorlacíus, og gizki menn á, að hann muni
eiga 7—8000 dali í löndum og lausum aurum.

Lýsing Vestur-Skaptafellssýslu eptir Bjarna Nikulásson1
er fremur stutt, en þar er þó allgóð landslagslýsing. Meðal
annars segir höf., að Kúðafljót sé 300 faðmar á breidd og
Steinsmýrarfljót sé allstaðar ferjuvatn; Hverfisfljót segir hann,
kvislist vítt og breitt um 11 mílna svæði og skemmi lönd á
báða bóga. Fljót þessi breyttust síðar mjög, eins og
alkunn-ugt er, þegar Skaptárhraunin runnu niður á láglendi 1783.
Höf. getur þess, að almenningur eti söl, er menn kaupa á
Eyrarbakka, en þegar hart er í ári, sjóða fátæklingar
fisk-bein í vatni með smærum og murum til matar sér. í
lýs-ingu Austur-Skaptafellssýslu eptir Sigurð Stefánsson2 er
ná-kvæm lýsing á fjallaröðinni eptir sýslunni endilangri, og lika
ýmislegt sagt um jökla og jökulár. Höf. segir, að menn hafi
orðið varir við steinkolalag í Skyndidal í Stafafellslandi, en

J) Skaptefields Syssels Vestre Parts Beskaffenhed af biarne
Nicolai-son; dags. Ketilsstöðum 25. júní 1744; 19 bls. 4°.

2) Austur-Skaptafellssýsla, íslenzk lýsing eptir Sigurð Stefánsson;
dags. Holltum í Hornafirði 21. júli 1746; 21 bls. 4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0277.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free