- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
268

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

268

fuglunum, snýr þá úr hálsliðum og bindur þá á festina, en
eggjunum stingur hann í barm sér undir úlpuna; þannig
veið-ast nokkur hundruð fuglar á dag. Um gjárnar í Kelduhverfi
segir höf., að þær séu sumar 5 milna langar og 50—60 faðma
djúpar. Uxahver segir hann gjósi 40—50 faðma og nafnið
komi af því, að þar hafi uxi eitt sinn dottið ofan í hverinn
og ekkert kom upp aptur nema beinagrindin. Sjálfur
seg-ist hann hafa látið fjórðung af kindarskrokk 1 hverinn, og
var hann fullsoðinn á hálfum stundarfjórðungi. Höf. getur
einnig um brennisteinshverina á Þeistareykjum, og segir, að
þar sé líka þurrabað í helli. Mývatni lýsir höf. mjög
ná-kvæmlega, flóum, víkum, evjum og hólmum; hann telur
einnig helztu fuglategundir, sem þar verpa, getur um tíu
andategundir og lýsir lit þeirra og einkennum. Silungskynin
i Mývatni segir hann séu tvö, birtingur og urriði, birtingar

r

vilja helzt vera í köldu vatni, en urriðar í volgu. A vissum
timum, einkum á haustin eða framan af vetri, hlaupa urriðar
tveir og tveir saman þangað, sem grýttur botn er í vatninu,
liggja þar um stund, vaxa og verða rauðleitir á kviðnum og
kallast þá riðsilungar, karlkynið hængur, kvennfiskurinn gála;
það hefir komið fyrir, að riðsilungar hafa veiðzt, sem voru
15 pund á þyngd. I sérstökum kafla lýsir höf. eldfjöllum viö
Mývatn og jarðeldunum 1724—1729; hann segir einnig, að
Leirhnúkur hafi gosið 10. júlí 1746, og veit eg ekki til, að
því gosi hafi annars staðar verið lýst; snemma um
morgun-inn 10. júlí komu miklir jarðskjálptar og þeim fylgdi gos með
braki og brestum, glóandi steinar, sandur og aska dreifðust
um landið i kring og skemmdu grasvöxt og silungsveiði í
Mývatni, mælt er, að vatnið hafi minnkað um hálfa alin;
þegar lýsing Þingeyjarsýslu var rituð (18. júní 1747), var
gosið hætt, en reykur og gufa kom þó enn upp úr gígunum.
Höf. lýsir ýmsum dýrum, fuglum, flugum, fiðrildum og
orm-um, hann segir, að til séu þrjár tegundir af mýi, hin minnsta
sé svo smávaxin, að hún varla sjáist með berum augum,
önnur tegundin dálitið stærri, og er mælt, að úr henni megi
lita bláan lit, þriðja tegundin er vatnsmý, sem silungar lifa
á. Höf. telur einnig sela- og hvalakyn, sjóardýr ýms, æta og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0280.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free