- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
269

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

269

óæta fiska, og fer mest eptir ritum Jóns lærða; hann segir,
að rostungar komi stundum á land nyrðra og skríði helzt
þar upp, sem klettótt er; hann talar um steingjörvar
kú-skeljar í Hallbjarnarstaðakambi og segir, að stundum sé gulur,
gljáandi steinn innan í þeim í stað fiskjar (kalkspath). Höf.
lýsir einnig ítarlega þurrabaðinu hjá Reykjahlíð.

Lýsingar Eyjafjarðarsýslu, Húnavatnssýslu og
Stranda-sýslu1 eru mjög ómerkilegar, og litið sem ekkert á þeim að
græða. Lýsing ísafjarðarsýslu2 er heldur ekki merkileg, en
þar eru þó nokkrar greinir athugaverðar. Höf. segir meðal
annars, kað þeir sem búa norður á Ströndum, brenni salt úr
sjónum til heimilisþarfa, en það sé biturt og dökkt á lit, þeir
segjast fá 5 potta af salti úr 80 pottum af sjó.
Lausnar-steinar reka opt þar vestra, og veit höf., að það eru hnetur
frá Vestindium. Lýsing Barðastrandarsýslu3 er mjög nákvæm
og að mörgu leyti merkileg; landslagi, fjöllum, ám, eyjum og
fjörðum er þar lýst ítarlega, og má enn hafa mikið gagn af
lýsingu þessari, einkum að því er snertir örnefni og
staða-lýsingu. I flestum sýslulýsingunum er talað um vegalengdir
og um mælingu þeirra á Islandi, um þingmannaleiðir og
vikur sjávar, og einna ítarlegast í þessari ritgjörð.
Þing-mannaleiðir eru reyndar mismunandi á Islandi, en eru
vana-lega taldar 5 milur á lengd, höf. segir, að i þingmannaleið
séu 3 vikur sjóar, og hver vika sé því l2/3 úr mílu; hann
segir, að það sé almennt talið, að ísland sé 30
þingmanna-leiðir á lengd frá Látrabjargi til Austurhorns, og á breidd frá
Langanesi til Reykjaness(l) 15 þingmannaleiðir, en kringum
landið er sagt, að sé 12 sinnum 12 vikur sjóar. Höf. getur

Oefjord Syssel af Jón Jónsson; dags. 28. júní 1747, 7 bls. fol.
Huunevands Syssel af Bjarne Haldorsen; dags. Thingöre Closter 20.
mai 1748. 6 bls. fol. Descriptio provinciæ Strandensis af Einer
Magn-ussen, 17 bls. fol.; ódagsett, líklega skrifuð um 1750.

2) Chorographia Toparchiæ Isefjordensis af Erland Olafsson. Dags.
Öger 28. júní 1749, 9 bls. fol.

3) Sandfærdig Beskrivelse over Bardestrand Syssel udi Island samt
indbegrebne Öer og Holmer af Olafer Arnesen; dags. Hage 21. júní
1746, 52 bls. fol.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0281.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free