Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
270
um volgar laugar í Laugatungum í Mórudal og hjá Krossi á
Barðaströnd, hann talar og um mikinn sjóargang 1741, sem
gekk yfir eyjarnar fyrir Múlanesi. Eyjahrepp lýsir höf. mjög
nákvæmlega og telur upp fjölda af eyjum og hólmum; þar
sem hann lýsir hinum stærri, byggðu eyjum, telur hann lengd
þeirra og breidd í föðmum1. Þar á eptir kemur skýrsla um
fjarlægðir eyjanna frá fastalandi (í vikum) og lengd helztu
heiða í sýslunni. Uppdráttur heftr fylgt lýsingunni, en er nú
líklega týndur. Um stærð hesta er víða getið i lýsingunum,
og hér segir, að stærstu hestar séu 3 Sjálandsálnir og 1
kvartil á lengd og 2 áln. og 1 kv. á hæð. Geitur voru þá
haldnar á einum bæ á Rauðasandi. Höf. lýsir einnig
hver-um og laugum við Oddbjarnarsker, á svipaðan hátt eins og
Eggert Olafsson2, og þurfum vér því ekki að geta þessarar
lýs-ingar nánar.
Lýsing Snæfellsnessýslu3 er mjög ómerkileg, lýsing
Hnappadalssýslu4 er heldur betri, þó hún sé líka stutt; i
lýs-ingu Borgarfjarðarsýslu5 er líka fátt athugavert, höf. segir, að
góðir reiðhestar geti hlaupið 5 mílur á 6 klukkustundum, en
áburðarhestar duglegir beri eitt skippund. í lýsingu
Kjósar-sýslu6 er allgóð landslagslýsing, talin helztu fjöll, ár og vötn.
en fátt er þar um náttúru sýslunnar. Höf. getur þess meðal
annars, að bændur þar fari opt til grasa og safni sölvum, en
í harðindum eti menn holtarætur; hann segir og, að Fuhr-
*) Höf. segir t. d. að Skáleyjar séu 1270 faðraar á lengd, 21. 18,
50—125 f. á breidd; Sviðnur 380 f. á lengd, 40—100 á breidd;
Hval-látur 300 f. á lengd, 120 á breidd; Svefneyjar 750 faðmar á lengd, 40
—250 á breidd; Flatey 1080 f. á lengd, 16—240 á breidd; Stagley 270
f. á lengd, tæpir 100 f. á breidd o. s. frv.
2) Eggert Olafsson: Reise gjennem Island, I., bls. 387—388.
3) Snefieldsnæs Syssel af Gudmunder Sivertsen. Dags.
Ingjalds-hole 20. maí 1748, 5 bls. fol.
4) Beskrivelse over Hnappedahls Syssel af Stendor Helgeson;
dags. Kolbeinstade 3. júní 1744, 7 bls. fol.
5) Borgefjord Syssels Beskrivelse af Arnór Jónsson. Dags.
Belgs-holti 8. júlí 1748, 10 bls. fol.
6) Kjose Syssels Descriptio geographica af Jos. Hjaltalin. Dags.
Reykjavík 28. apríl 1746, 10 bls. fol.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>