- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
279

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

279

og kom honum á framfæri, er hann vildi ganga í
herþjón-ustu1. Magnús varð fyrirliði í mannvirkjaliðinu, og tók þátt
í ýmsum herferðum Dana gegn Karli XII. Svíakonungi, var í
mörgum bardögum og umsátrum í Pommern og Noregi og
þótti allstaðar ganga vel fram, hann var meðal annars i
bar-daganum við Gadebusch 1712, er Magnus Stenbock sigraði
Dani, og í kastalanum Frederikshald, er Karl XII. féll. Magnús
var í miklu áliti fyrir gáfur, dugnað og þekkingu, svo hann
hækkaði brátt í tign2, og mundi eflaust hafa komizt til
mik-illa metorða, hefði hann lifað lengur. í Kaupmannahöfn var
Magnús í vinfengi við Arna Magnússon og skrifuðust þeir á3,
og var Arni honum i mörgu hliðhollur. Þegar Jón biskup
Vídalin dó 1720, fór bróðir Magnúsar, sira Þorleifur Arason,
prestur á Breiðabólstað i Fljótshlíð, til Hafnar, og vildi ná i
biskupsembættið, en það tókst ekki. Þorleifur drukknaði
síðar i Markarfljóti (1727). Magnús var í Noregi, er bróðir
hans kom utan, og fór hann þá til Hafnar að hitta hann.
Um það leyti var ákveðiö, að Magnús skyldi fara til Islands
og gjöra uppdrátt af landinu. Magnús fór til Islands um
sumarið 1721 á Grindavíkurskipi, og ferðaðist fyrst um
Suð-urland og síðan um Vesturland.

Pétur Raben admiráll, stiptamtmaður yfir íslandi, stakk
upp á því, að ísland væri mælt, þegar hann kom heim aptur
úr íslandsferð sinni 17204. Konungur býður þvi Magnúsi

x) Jón Grunnvíkingur segir (Hist. lit. Isl.), að Magnús hafi út úr
leið-indum farið i herþjónustu, og hafi um það leyti orkt »óyndisbrag«, er
byrjar svo: >Bezt mun vera kverum burt að kasta«; hann segir
enn-fremur. að Magnús hafi jafnan, eptir að hann varð hermaður, verið
guðhræddur og siðprúður og stundað bókmenntir, »og havde altid lærde
og honette Folks Skick paa sig«. Sýnast þessi orð benda til þess, að
hermenn í þá daga hafi ekki haft á sér mikið álit fyrir siðprýði.

2) Magnús Arason varð »Captainlieutenant i Ingenieurerne og
Oberconducteur* við kastalagjörð i Noregi.

3) Bréf í hdrs. A. M. nr. 1057-4°.

4) Safn til sögu íslands II., bls. 760—761. Raben komst eigi til
alþingis, eins og til var ætlazt, sakir veikinda. Jón Marteinsson talar
illa um Raben eins og aðra, og segir, að hann hafi ekki þorað að riða
frá Bessastöðum til þingvalla, »men blev i Sikkerhed ved hans Viin-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0291.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free