- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
278

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

278

af Grundarfiröi 1751, eptir CJiristian Meller1-, og uppdráttur
af Akureyri, eptir Just Rosenmeyer 1752. Þar er mynd af
Akureyrarkaupstað, 4 smáhús í þyrpingu, og kálgarður litlu
sunnar; skip liggur á Pollinum og annað er að sigla inn
sundið hjá Oddeyri; á hæðunum fyrir ofan kaupstaðinn eru
móhraukar2.

Eins og vér fyrr gátum, sendi stjórnin Mcignús Arason
til Islands 1721, til landmælinga, og varð honum töluvert
ágengt. þó ekki entist honum aldur til að Ijúka starfinu.
Magnús Arason var fæddur 1683, og var sonur Ara
í’orkels-sonar sýslumanns i Haga á Barðaströnd og Astriðar
Þorleifs-dóttur. Magnús lærði fyrst í heimaskóla, og var svo 3 vetur
í Skálholti, þaðan útskrifaðist hann 1704, var síðan við
lær-dóm hjá síra Páli í Selárdal, og fór svo utan til háskólans;
þar lagði hann einkum stund á stærðfræði og naut tilsagnar
hins fræga Ola Römers. Magnús þótti þá þegar mikill
gáfu-og lærdómsmaður, sérstaklega var hann hneigður fyrir
stærð-fræði og stjörnufræði3; hann hafði og betra lag á að læra
tungumál, en aðrir Islendingar samtíða, hann kunni auk
latinu og grísku, ágætlega dönsku, þýzku, hollenzku, frönsku
og ensku. I byrjun sænska striðsins kynntist Magnús
frönsk-um manni, er hét Cormaillon, og var kastalafvrirliði i
Kaup-mannahöfn, undraðist hann, hve vel Magnús talaði frönsku,

Grönnefjords Havn, aflagt af Christian Möller 1751. Norske
Land-kort, nr. 44.

2) Öfjord, aflagt af Just Rosenmeyer 1752. Norske Landkort, nr. 41.
1 Rigsarkivet (í pakka, sem heitir Dokumenter vedkommende Islands
Handel og Taxt 1682—1703) er kort af íslandi, líklega frá seinni hluta
17. aldar. og eru þar sett nöfn verzlunarstaða og fjarða, þó eru sum
kauptúnin sett á skakka staði: Huswigh t. d. við Langanes,
Recker-fjord (Reykjarfjörður) rétt hjá Skagaströnd, Dyrefjord inn í
Jökulfjörð-um o. s. frv. Dr. Kálund hefir bent mér á þetta kort.

3) Magnús Arason samdi nokkur rit um stærðfræði og stjörnufræði.
meðan hann dvaldi á Borchs collegio, og kallar sig þar Magnus Aretha
Thorkillius: Disputatio mathematica de zonis glohi terraquei earumque
qualitatibus. Havniæ 1707-4°. Phases lunæ adumbratæ, Diss. math.
I—III. Havniæ 1708-1710-4°. De adminiculis simplicibus in geometria.
Havniæ 1710-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0290.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free