- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
282

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

282

verið gjört af slíku tagi, og gefa þeir allgóða hugmynd um
afstöðu héraða og um örnefni1.

Arið 1728 varð Kristian Guldencrone stiptamtmaður yfir
íslandi, og var Niels Fuhrmannn umboðsmaður hans. I
bréfi til Fuhrmanns, 21. maí 1729, getur Guldencrone þess,
að Magnús Arason hafi fengið 142 dali til verkfærakaupa,
sem hann hefði átt að gera reikning fyrir, er hann kæmi heim,
nú kveðst stiptamtmaður hafa heyrt, að Magnús Arason hafi
dáið 1728, en ekkert kveðst hann hafa heyrt um verkfærin
og heldur ekki um kort né teikningar hans, biður hann því
Fuhrmann að grennslast eptir, hvar þetta sé niður komið,
og senda sér svo plöggin, og skrifa sér líka, hverjar sýslur
Magnús Arason hafi mælt, hvar hann hafi byrjað og hvar endað.
Guldencrone segir þó, að verkfærin megi biða, þangað til
konungur hafi ákveðið, hvort annan mælingamann skuli
senda2. Nokkru síðar var Tlnomas Hans Henrich Knopf,
fyrir-liði í norska liðinu, sendur ásatnt aöstoðarmanni til Islands,
og áttu þeir að ljúka við landmælingar Magnúsar Arasonar3.
Knopf kom út hingað um vorið 1730, með konu sinni, bróður
og fjölskvldu, alls við lOda mann; tók hann þegar um sum-

r

arið aó mæla þann hluta Arnessýslu, sem Magnús Arason
átti eptir. Knopf skrifaði stjórninni, að sér væri ómögulegt

J) Um æfi Magnúsar Arasonar hefir tiltölulega mjög litið verið ritað,
hið helzta hefi eg tekið úr þessum ritum: Sýslumannaæfir Boga
Bene-diktssonar II., 120—121. Thorchillii Specimen Islandiæ non barbaræ,
hdrs. J. S. 333-4°, bls. 214—218. Jón Ólafsson Grunnvíkingur, Hist.
liter. Isl. t5. U. H. Add. 3. fol. Magnús Arason átti laundóttur í
Kaup-mannahöfn, sem Anna Magdalena hét; Árni Magnússon annaðist, að
koma barninu fyrir og borga með því, og krefur hann Ara
þorkels-son og systkini Magnúsar um meðgjöfina. eptir fráfall Magnúsar. þau
Hagahjón. Ari og Ástríður, brugðust vel við og arfleiða barnið (18. nóv.
1728) að hálfum arfi þeim. sem Magnús átti að fá eptir þau. Hvort
Anna dóttir Magnúsar hefir farið til íslands, sést ekki með vissu af
brefum þeim, sem til eru um þetta efni. þau eru geymd i A. M. Acess.
nr. 1. fol. Magnús Arason átti og launbarn á íslandi með Helgu
Árna-dóttur, dótturdóttur Páls í Selárdal, það dó ungt. Sýslumannaæfir II.,
bls. 86.

2) Stiptsskjalasafnið III.. nr. 28.

3) Lovsamling for Island II., bls. 103, 109-110.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0294.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free