Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
283
að mæla á vetrum, þá væri eigi hægt að ferðast, en þá yrði
hann að sitja um kyrt og teikna kortin; kveðst. hann einnig
vera húsnæðislaus, og segir að það se ómögulegt að búa á
íslenzkum bæjum mánaðartima, hvað þá heldur heilan vetur;
sækir hann því um, að byggt sé handa sér hús, og var það
veitt. Knopf lét þá byggja sér timburhús í túnfætinum á
Nesi við Seltjörn, hjá Niels Kjær lögmanni, sem andaðist hið
r
sama haust. Sumarið 1731 mældi Knopf Arnessýslu,
Rangár-vallasýslu, Vestmannaeyjar og þriðja hluta Skaptafellssýslu,
en gat sakir jökulánna og haustveðráttu eigi ferðazt lengra
austur það sumar. I bréfi til Ochsens stiptamtmanns (i
sept-ember 1731) segir Knopf, að hann næsta sumar (1732) ætli
að ferðast um Skaptafellssýslur og Múlasýslur, og víðar ef
hann geti. Ekki höfum vér fundið nein skilríki, er sýni, að
hann hafi farið þessa ferð, eða hvað hann annars hefir
ferð-azt þau ár, er hann dvaldi á Islandi. Það sést af ýmsum
bréf-um, að Knopf og Fuhrmann hefir ekki komið vel saman. Ochsen
stiptamtmaður býður Knopf aö sýna Fuhrrnanni uppdrætti þá, er
hann gjörir, svo amtmaður geti gert athugasemdir við þá og
hafa hann að öðru leyti í ráðum tneð sér. Knopf varð að
hlýða, þó honum væri nauðugt, en segir þó í bréfr til
stipt-amtmanns, að arntmaður geti að sínu áliti ekki fretnur dæmt
um uppdrætti íslands, heldur en blindur maður um lit, því
hann hafi aldrei ferðazt neitt, nema austur i Skálholt og
vestur í Brokey1. Knopf gjörði fyrir Fuhrmann eptirmyndir
af uppdráttum Magnúsar Arasonar af Barðastrandar-, Dala-,
Snæfellsnes- og Borgarfjarðarsýslum; segir hann, að Magnús
muni líka hafa mælt Mýra-, Kjósar- og Gullbringusýslur, en þau
kort séu nú hvergi að ftnna. Arið 1734 kom Knopf aptur
til Noregs, og býður konungur honum þá að senda alla
upp-drætti sina til Hafnar, bæði þá, sem fullgerðir eru, og
upp-köst og undirbúningsuppdrætti, svo seinna megi nota það,
ef nánari mælingar yrðu gjörðar af ýmsu, sem enn var eptir
*) Bréf. er snerta Knopf, eru í stiptsskjalasafninu III.. nr. 71a og
71b, V., nr. 22a.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>