- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
285

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

285

hans Þorsteinn Gunnlaugsson var þar prestur, hann fluttist
síðan að Þingeyraklaustri og dó þar 1686. H.jalti fór tveggja
ára til afa síns, Gunnlaugs prests Sigurðssonar (f 1685) í
Saurbæ í Eyjafirði, og ólst þar upp. Hjalti var þegar í
barn-æsku hneigður til ýmsra íþrótta; hin fyrstu undirstöðuatriði
í lærdómsgreinum lærði hann hjá móðurbróður sínum, sira
Jóni Hjaitasyni (f 1704)1, hann var þá aðstoðarprestur hjá
síra Gunnlaugi, fékk siðar brauðið og varð prófastur (1698).
Síra Jón Hjaltason hafði áður verið heyrari í Skálholti og
skrifari hjá f’órði biskupi Þorlákssyni, hann hafði nokkra
æfingu í að teikna og hafði lært það af Þórði biskupi; hjá
honum lærði Hjalti hin fyrstu undirstöðuatriði í
uppdráttar-list. Arið 1680 var Hjalti settur í Hólaskóla, hafði Gísli biskup
þó ráðið til, að bezt væri að senda hann til Hamborgar eða
Kaupmannahafnar, til þess að læra málaraíþrótt, en það vildi
afi hans ekki. Segir síra Hjalti, að þá hafi Þorsteinn Geirsson
verið skólameistari á Hólum, enj Egill Sigfússon heyrari.
Þegar Gísli biskup Þorláksson dó 1684, flutti Hjalti suður að
Skálholti, og var það eptir samráði þeirra Gunnlaugs prests
og Þórðar biskups, og þaðan var hann útskrifaður 1686 af Olafi
Jónssyni skólameistara. Meðan Hjalti var í skóla og eptir það,
til 1688, var hann sveinn Þórðar biskups, og lét biskup hann
jafnan æfa sig i teiknun og málverki. Með ráði Þórðar
bisk-ups og tilstyrk sigldi Hjalti til háskólans 1688; eptir tvÖ ár
tók hann guðfræðispróf, og fór 1690 heim aptur til Islands.
Hjalti Þorsteinsson var, eins og biskup, gefinn fyrir söng og
hljóðfæraslátt, og meðan hann dvaldi i Höfn, gekk hann
dag-lega til organleikarans við Rundekirke, Elias rRadiche, og
lærði hjá honum. Þegar Hjalti kom heitn, tók Þórður
bisk-up hann aptur i sína þjónustu, »og lét hann stemma og
reparera sín instrumenta musica, þvi hann vildi sitt Regal
hljóma láta i Skálholtskirkju á næstu jólahátíð*.

Jón Halldórsson. Rask, 55.-4°. Thorchilli Specimen Islandiæ, J. S.
333-4°, bls. 232—235. 1 prestatali Sv. Nielssonar eru ýms ártöl, er snerta
æíi Hjalta prests, skökk.

’) Móðir Hjalta þorsteinssonar hét Dómhildur Hjaltadóttir
(Sýslu-mannaæfir I., bls. 216).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0297.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free