- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
286

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

286

Arið 1690 dó kirkjupresturinn í Skálholti. Þorsteinn
Gunnarsson, og var Hjalti Þorsteinsson þá vigður til
dóm-kirkjuprests (4. sd. í adventu), og þjónaði hann því embætti
.þangað til 1692, þá fékk hann veitingu fyrir Vatnsfirði1 og giptist
sama ár Sigríði Þorsteinsdóttur Illugasonar á Völlum í Svarf-

aðardal, þau áttu 8 börn og komust 4 stúlkur til fullorðins

i

ára2; 1710 var síra Hjalti kjörinn prófastur i Isafjarðarsýslu3,
en lagði niður prófastsembættið 1727 með samþykki Jóns

r

biskups xArnasonar4. Sira Hjalti sagði af sér prestsembætti
á 77. ári 1742, en Magnús Teitsson, sem var giptur
dóttur-dóttur síra Hjalta, tók við brauðinu. Síra Hjalti
Þorsteins-son andaðist 1752, 87 ára gamall.

Hjalti prestur var, eins og vér þegar höfum getið, mjög
hneigður fyrir uppdráttarlist og myndasmiði, og varði til þess
öllum tómstundum sínum; hann var vel lærður í
tungumál-um6, guðfræði og landafræði, hann var söngmaður góður og
lék á hljóðfæri. Til eru enn allmörg bréf ýmsra
merkis-manna til Hjalta prests, og sést á þeim, að hann hefir verið
mikilsmetinn: Hjalti hefir skrifazt á við flesta íslenzka
merk-ismenn, er þá voru uppi, t. d. biskupana Jón Vídalín, Jón

r

Arnason og Stein Jónsson, prófastana Jón Halldórsson i
Hit-árdal og Pál Björnsson í Selárdal, við Árna Magnússon, Jón
Olafsson frá Grunnavik o. fl.

’) Jón Espólín segir, hann haíi fengið vonarbréf fyrir Stafholti
1692 (Arbækur VIII., bls. 36).

2) Rin dóttir sira Hjalta, Rlín, giptist Markúsi sýslumanni
Bergs-syni, hún var móðir Björns Markússonar lögmanns. Yngsta dóttir síra
Hjalta. Halldóra, giptist síra þórði Guðmundssyni á Grenjaðarstað, hann
hafði verið kapelán hjá tengdaföður sínum.

3) Síra Hjalti vildi ógjarnan takast á hendur prófastsembættið og
afsakaði sig. en Jón biskup Vídalín vildi eigi taka afsakanirnar gildar.
Sbr. bréf frá Jóni Vídalín 27. júlí 1711 og 27. marz 1712, A. M.
410. fol.

4) Árið 1729 varð síra Hjalti veikur, að þvi er segir í annál Jóns
Halldórssonar. »Síra Hjalti þorsteinsson ásóttur af stórum áhlaupum,

svo hann varð ofsterkur og var vaktaður*, hdrs. J. S. 238-4°.

s) Jón biskup Árnason spyr síra Hjalta opt i bréfum sinum um
ýmislegt í málfræði, um framburð á þýzkum og griskum orðum o. s. frv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0298.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free