- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
287

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

287

Hjalti Þorsteinsson gjörði landsuppdrátt af
Vestfjörð-um, bæði af hverri sýslu fyrir sig og svo af öllum
Vestfjörð-um í samhengi. Einn af uppdráttum þessum er ennþá til,
hann er að mörgu merkilegur og furðu nákvæmur, hann nær
yfir Vestfirði alla; þó er uppdráttur þessi, sem enn er til,
ekki frumrit, en eptirmynd, sem Sæmundur Hólm hefir gjört
1776 eptir frumritinu1. Uppdrátturinn er miklu betri en eldri
uppdrættir, lögun Vestfjarða er rétt og eins firðir og bæir á
réttum stöðum. Stiganet er ekkert á uppdrættinum og heldur
ekki mælikvarði. Alt sköpulag Vestfjarða er of breiðvaxið,
bæði meginland og annes; sökum þess verða heiðar allar og
fjallvegir milli byggða of langir.

Árið 1725 sendi Hjalti Þorsteinsson Jóni biskupi
Árna-syni uppdrátt af Strandasýslu, og 1727 sendi hann Árna
Magnússyni uppdrátt af ísafjarðar- og Strandasýslum, og
segir Árni í bréfi til Hjalta: »Vænti eg ekki betra korts um
mína !ífstíð«, og segir hann mundi gjöra sér mikinn greiða,
ef hann líka sendi sér uppdrátt af Barðastrandarsýslu, segist
Árni efast urn, að kort Magnúsar Arasonar verði betri, og
biður Hjalta einnig, að gjöra fyrir sig mynd af tóptum við

r r

Eyri í Mjóafirði. Arið 1729 sendi Hjalti Arna Magnússyni
uppdrátt af Vestfjörðum öllum í einu, og lofaði hann þá að
senda síðar uppdrátt af Eyjafjarðarsýslu2. Hans Gram minnir
Hjalta á loforðið (í bréfi 19. júní 1730), og þá sendir hann

r

uppdrátt af Eyjafjarðarsýslu, sem nú er liklega týndur. Arið
eptir (20. júni 1731) þakkar Gram fyrir sendinguna í
nafni sínu og Thomasar Bartholins, og biður um enn fleiri
uppdrætti og staðalýsingar fra íslandi; Hjalti prestur hefir
boðizt til að senda uppdrætti af gömlum búningi Islendinga,

’) Ny kgl. Saml. 1088b. Tabula Isafjordensis, Bardastrandensis et
Strandensis provinciarum in occidentali Islandia, Anno 1743, dicitur a
domino Hjalta Thorsteini esse delineata. Daði fróði segist hafa séð
upp-drátt Vestfjarða eptir síra Hjalta (þjóðólfur 31. ár 1879, bls. 11).

2) Sbr. bréf frá síra Hjalta til Árna Magnússonar, dags. Vatnsfirði
7. ág. 1729 (A. M. Access. nr. 1 fol). Hjalti segir, að Ormur
sýslu-maður hafi sent sér »afrissing« Barðastrandarsýslu, en henni hafi hann
ekki allstaðar getað fylgt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0299.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free