- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
289

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

289

lítilfjörlegur; það gekk 1 kringum borð mitt á alþingi, og

fékk stóra admiration hjá góðum vinum, sem þá voru minir

gestir, bæði konum og körlum; eg betala ekki ómakslaunin

í þetta sinn, en vona, að við munum hittast brátt, ef guð

ann lífsstunda*1. Hjalti prestur málaði Vatnsfjarðarkirkju að

innan, svo snilldarlegt þótti2, og 1730 biður Jón biskup Arna-

son hann að koma suður að Skálholti og mála Skálholts-

kirkju, en Hjalti skoraðist undan því, vegna heilsulasleika og

anna um heyskapartímann. Jón biskup stingur upp á því,

að Hjalti kenni málaraíþróttina(!) dóttursyni sinum, sem þá

var 15 vetra, svo hann á næsta sumri geti tekið að sér að

mála Skálholtskirkju, og lofar að styrkja drenginn til skóla-

lærdóms, ef þetta takist. Sýnir þetta bezt, að biskup hefir ekki

haft minnstu hugmynd um, hvað iþrótt var. Seinna málaði

Hjalti rúmtjald fyrir Jón biskup Arnason, biskup fékk það á

alþingi, en var ekki vel ánægður. þótti litirnir of daufir, en

sjálft málverkið gott; kennir hann fátækt Hjalta og efnaleysi

um, að hann hafi eigi getað fengið sér sterkari liti, svo

tjaldið varð ei betra3. Af þvi Hjalti prestur var hinn eini á

Islandi í þá daga, er fékkst við teiknun og málverk, þá er

/

leitað til hans með allt slikt; Arni Magnússon biður t. d.
síra Hjalta (í bréfi dags. í Skálholti 21. april 1712), að
»af-rissa« fyrir sig ýms innsigli, sem séu á skjölum í
Vatnsfjarðar-kirkju. í bréfi 6. maí 1739 þakkar Magnús lögmaður
Gísla-son í Bræðratungu síra Hjalta fyrir grafletur á skildi, »að
hvörju eg stórum dáist, þar það er furðanlega nett af so
há-öldruðum manni«.

’) Seinna kom til orða. að myndin af Valhöll yrði stungin og gefin
lit; sbr. bréf frá Magnúsi lögmanni í Bræðratungu 6. mai 1739, A. M.
410. fol.

’) Nokkru eptir dauða Hjalta prests voru myndirnar skemmdar,
er kirkjan var í aðgerð, og þá dreymdi einn af þeim, er við það hafði
verið riðinn. að síra Hjalti kæmi til sín og kvæði: »Lífs hjá guði
lifi eg enn, leystur af öllum pínum. Hafið þið brjálað, heillamenn.
handaverkunum mínum*. Skálholtsstiptis prestar (eptir Jón
Halldórs-son). Bask, 55-4°. Huld 1. h. bls. 78-79.

3) í bréfi 23. júlí 1735, A. M. 410, fol.

16

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0301.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free