- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
297

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

297

hafa samið allitarlegar lýsingar i ljóðum af Hornströndum.
Hallur ritaði Ormi sýslumanni Daðasyni í Fagradal 6. sept.
1744 ljóðabréf, sem er að mörgu merkilegt og orðum
sum-staðar snoturlega fyrir komið, og minnir að sumu leyti á
Skjaldmeyjarkvæði Eggerts Olafssonar. Þar er allgóð lýsing
Hornstranda, lýst bæði landslagi, veðráttu og atvinnu
íbú-annna. Fyrst er þar lýst ferðalagi fram með Hornströndum
og svo Hornströndum sjálfum. Eg set hér til gamans nokkuð
úr kvæði þessu.

6. Sjófarendum viðnám veitir vegurinn stirði,
kom eg leiö úr Kollafirði,

kann ske margur fyrir sér virði.

7. Var eg orðinn þjáður þá til þrauta löngum
af óvegunum ærið ströngum,

allt var skaplegt norður að Dröngum.

10. I Trékyllis opna vík eg upp nam halda, .
bæði gekk þá brim og alda

beint á land með austankalda.

r

11. A grynningum ekki þar sig aldan duldi,
stóð þar eptir stormur og kuldi
Strandasýslufjöllin huldi.

12. Drifsnjór stundi dunum allan dag til enda,
svo upp að landi eg réð benda,

aldrei var þar fært að lenda.

13. Straumur, hafis, stormur og sjór með stærð ófríða
einatt mót hvort öðru ríða

út um flóann hafsins viða.

14. Hestinum Ægis hleyptum vér úr hafinu stundum,
upp að klettum eða grundum,

aldrei rétta lending fundum.

Loks komust þeir þó á land í Trékyllisvík og voru þar
viku, og er þeir fóru þaðan, var »hvítalogn og alda«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0309.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free