- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
304

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

304

annara við staddir: Rantzau stiptamtmaður, Jón Eiriksson,
Eggert Ólafsson, Bjarni Pálsson, Hannes Finnsson o. fl.1

Þess hefir fyrr verið getið, að Páll Bjarnason Vidalin

,gaf út ritgjörð Þórðar frænda síns, um íslenzka jökla; i rit-

gjörð þessari eru ýmsir viðaukar og athugagreinir eptir sjálfan

hann, og af því útgefandinn hefir nokkuð aðrar skoðanir en

höfundurinn, verður að geta þeirra hér. Páll Bjarnason

segir, að þjóðsögur um óvætti, risa og tröllskessur i öræf-

um muni upprunalega hafa verið fundnar upp, til þess að

hræða unglinga frá því að fara upp í óbyggðir, því þar eru

miklar og margar hættur. Ekki vill Páll aftaka, að útilegu-

menn geti verið til, og muni þeir þá vera afkomendur stroku-

manna úr byggðum, samt segir hann, að reykir, sem sjást á

öræfum, geti verið úr eldfjöllum. Páll segir, að Horrebow

hafi flutt margskonar steina til Danmerkur, og i þeim hafi

menn fundið mikið af gulli, silfri og öðrum málmum, hann ætlar

t

þvi, að námugröptur mundi verða mjög arðsamur á Islandi,
ef ekki væri svo eldiviðarlaust, en of dýrt mundi, að flytja
eldivið frá útlöndum.

Páll Bjarnason segist ekki fallast á þá skoðun, að
skrið-jöklar séu eingöngu myndaðir af uppsprettum neðanjarðar,
þvi þær séu ekki svo vatnsmiklar, að efni sé nóg í svo stóra
jökla, enda gæti annað vatn komið hinu sama til leiðar, án
þess það kæmi neðan úr jörðunni; hann heldur, að bræddur
ís og snjór hafi frá næstu fjöllum runnið niður á sandana,
og svo hafi allt þetta frosið saman á vetrum, en sakir
salt-péturs í þessu hrúgaldi, hafi sólargeislarnir eigi náð að bræða
það. Ef nú á hverju ári fer svo, að sumarið bræðir minna,
en veturinn bætir við, þá koma lög þau í ísinn, sem þar
sjást.

Um uppruna steinanna innan í jöklinum segir Páll
Vída-lín, að þeir geti annaðhvort hafa verið í sandinum, eða þeir
hafi dottið á jökulinn úr fjöllunum í kring, í sumarhitum
hefir svo bráðnað undan þeim, og þeir sokkið i ísinn og

J. 01. Grv. og Safn til sögu Islands III., bls. 161.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0316.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free