- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
308

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

308

og vitleysuin hann hefir trúaö. Landlýsingin, sem kemur á
eptir athugasemdunum1, er stutt yfirlit yfir allt hið helzta.
er Island snertir, og hefir i þá daga verið allfróðleg fyrir

útlendinga, þó henni sé i mörgu ábótavant. Fyrst getur höf.

t

um hnattstöðu Islands og stærð og fjarlægð þess frá öðrum
löndum. Veturinn telur hann 182 daga, en sumarið 183, og
styzta dag fyrir norðan 9 stundir og 30 mín. Hann getur
þeirra, sem fengizt hafa við mælingar á íslandi, og segist
ekki vita til, að aðrir hafi átt mælingarverkfæri, en Jón
Arna-son og Þórður Þorláksson. Þar næst talar höf. um loptslag
á Islandi, þrumur og eldingar segir hann, séu alltíðar á
Suður-landi með vestanátt, en sjaldnari nyrðra, þá getur hann um
loptsjónir og svo um sjúkdóma, segir, að hinar algengustu
sóttir séu landfarsóttir, tak og bólusótt; skvrbjúgur segir
hann sé ólæknandi, og heldur, að hann sé sama og
holds-veiki. Holdsveiki segir höf., að stundum sé næmur
sjúk-dómur, stundum ekki, þess séu dæmi, að hjón hafi mörg ár
sofið saman, og þó annað væri holdsveikt, þá veiktist hitt
ekki. Höf. talar ennfremur um vinda á íslandi og nöfn
þeirra, talar um hafgolu, fjallakul, morgungolu, jöklagolu,
dalakul, innanköst. Snjóar segir hann, stundum geti orðið
svo miklir, að bæi fennir og jafnvel stórgripi i haga. Hann
getur þess, að menn sumstaðar brúki þrúgur og lýsir þeim,
skíði segist hann ekki vita til, að neinstaðar séu nú brúkuð,
nema í Fnjóskadal nyrðra. Stundum kemur það fyrir, að
ferðamenn verða að grafa sig í snjó á vetrum, og getur þaö
komið fyrir, að menn verða á heiðum að dvelja 2 eða 3
nætur í slíkum snjóhúsum. Þegar harðast er (t. d.
vetur-inn 1740), getur komið fyrir, að klaki í jörðu verði 2^2 alin
á þykkt. Um hafisinn segir höf., að það séu fremur strauinar
en vindar, sem reka hann að landinu; fimmti hluti jakanna
stendur upp úr sjó og er ekkert saltbragð af þeim; ísinn
kemur sjaldan fyrr en í janúar, og liggur optast þangað til í
júlí, stöku sinnum rekur hann burt í apríl. Mjög sjaldan

Tilgift som videre Efterretning og Notice om Island s. st. bls.

298—856.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0320.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free