- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
307

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

307

hann til alþingis, fór þar mjög einförum og kastaði sér í
Fjósagjá, en varð bjargað með lífi, en þó rænulausum, og lá
hann lengi á eptir hálfsturlaður. Arið 1737 fór Jón
Þor-kelsson utan og hvarf frá skólanum, bar hann fram fvrir
stjórnina ýmsar kvartanir um kirkjustjórn og
skólafyrirkomu-lag hér á landi1. Af þessu leiddi, að Ludvig Harboe var
sendur til íslands 1741, til þess að grennslast eptir
ásigkomu-lagi kirkju og skóla, og var Jón Þorkelsson skrifari hans á
þeirri ferð. Þegar þeir Harboe höfðu lokið starfa sínum,
fór Jón Þorkelsson aptur utan 1745, og kom svo eigi optar
til Islands; hann dó í Kaupmannahöfn 5. mai 1759. Jón
í>or-kelsson hafói með sparsemi dregið saman allmikið fé (4000
rd.) og gaf það til barnaskóla í Gullbringusýslu
(Thorchillii-sjóður). Jón Þorkelsson var vel lærður maður og
latinu-skáld gott, liggja eptir hann mörg rit um sögu, bókmenntir
og landfræði íslands2. Af því, er Jón Þorkelsson ritaði um
landfræði íslands, skal hér getið hins helzta. Þegar bók
Johans Andersons borgmeistara í Hamborg, sem síðan mun
getið, kom út á dönsku 1748, ritaði Jón Þorkelsson stutta
lýsingu Islands, sem prentuð er aptan við dönsku útgáfuna;
þar eru og nokkrar sérstakar athugasemdir við bókina3, en
þaö er mjög efasamt, hvort þær líka eru eptir Jón Þorkelsson.
í athugasemdum þessum eru leiðréttar allar hinar heiztu
villur í bók Andersons og sýnt fram á, hverjum bábyijum

Uppástungur Jóns þorkelssonar viðvíkjandi skólunum og
ýmis-legt. er snertir sögu þeirra. er geymt í Kalls Samling, nr. 271, fol.

J) Rit Jóns þorkelssonar eru talin í Finns Jónssonar Historia
eccles. Islandiæ III., bls. 547. Af söguritum hans er einna merkast:
Specimen Islandiæ non barbaræ sive literatæ et cultioris, quo viri
hujus regionis, literarum studiis, ingenio, meritis in patriam Islandiam
insigniores, indiculo quasi historico-literario et biographico exhibentur.
per J. T. Chrysorinum. Hdrs. J. S. nr. 333-4°. þetta rit höfum vér
opt notað í þessari bók, því þar er margur fróðleikur um ýmsa menn
á 17. og 18. öld, sem ekki fæst annars staðar.

3) Avertissement om den under Sal. Hr. Borgemester Andersons
Navn i Hamborg paa Tydsk udkomne, og siden paa Dansk oversatte
Tractat om Island (J. Andersons Efterretninger om Island. Grönland
og Strat Davis. Kiöbenhavn 1748, bls. 277—293).

20*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0319.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free