- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
312

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

312

langvarandi hvassviðrum, sandroki og brimróti, vatnagangi og
isreki í ám. Höf. talar þar næst um hafísinn og óáran, sem
af honum standi, segir þó, að loptslagið sé heilnæmt, og
þangað komi sjaldan næmir sjúkdómar; um málma og önnur
náttúrugæði vita menn lítið, en nú eiga tveir íslenzkir
stú-dentar (Eggert Oiafsson og Bjarni Pálsson) að rannsaka það.
Höf. getur þess, að menn á vetrum klæði af sér kuldann,
því ofnar séu fáir, i mesta lagi 5U á öllu landinu. Því næst
telur höf. sýslur, eyjar, vötn, ár og eldfjöli (Heklu,
Mývatns-fjöll og Mýrdalsjökul); byggð er aðeins með ströndum fram,
en upplendi allt er óbvggilegt sakir vetrarhörku. Höf. segir,
að Islandi hafi mjög farið aptur að landgæðum siðan í
forn-öld. og það sé miklu fólksfærra, eyðibæir séu margir og
efna-hagur manna lakari, þó hafi konungur nú meiri tekjur af
íslandi en fyrr, einkum, að þvi er snertir jarðarafgjöld af
konungsjörðum og tekjur, sem fást af því að selja verzlunina
á leigu.

Ennfremur ritaði Jón Þorkelsson lýsingu á
Gullbringu-sýslu í latneskum Ijóöum, og er hún því nær eingöngu
lof-gjörð um gæði sýslunnar1. Færir hann Gullbringusýslu allt
til lofs og dýrðar, segir, að konur þar séu friðari og
kurteis-ari en i öðrum héruðum, vegirnir séu betri(!) en annars
staðar, og engar hættulegar ár, telur merkismenn, sem þar
hafi verið, t. d. Þormóð Torfason, Vidalinsfeðga í Görðum,
Odd Oddsson á Reynivöllum o. fl. I kvæði þessu getur Jón
Þorkelsson um brennisteinsnámurnar í Krýsuvík, og hrósar
því, hve góð jörð Krýsuvík sé og hlunnindi mörg. reki,
fisk-veiði, selveiði og eggver; hann getur um jurtagróður í
Hvit-skeggshvammi, segir, að Gísli Magnússon hafi fundið þar fleiri

Chrysoris sive Gullbringa, id est memorabilia quædam et ad
En-comium Provinciæ Gullbringensis sive Kjalarnesinæ in Islandia australi
pertinentia. numerisque elegiacis exposita; quibus Provinciæ illius præ
aliis Islandiæ tractibus Prærogativam et Præstantiam demonstrare
voluit auctor J: Th: Chrysorinus, qui et notulas adjecit pro faciliori
singulorum enthymematum intellectu. Gammel kgl. Samling, nr. 2874
-4°. Einkunnarorð: »Hverjum þykir sinn fugl fagur< og »hver vill
sínum tota fram ota<.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0324.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free