- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
313

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

313

læknisjurtir en á nokkrum stað öðrum; hann getur og um
Tyrkjaránið i Grindavik 1627 og þjóðsögu þar að lútandi; í
Grindavík þorði enginn að fara móti Tyrkjum, nema Hjálmar
nokkur, hann tók á móti þeitn með arngeir og hunda, og
barðist þangað til hann hrakti þá og tók föng þeirra, en þá var
hann yfirkominn af þreytu og sárum, varð samt græddur, en
bar ör alla tið síðan. Höf. getur þess einnig, að
Grindvik-ingar hafi eitt sinn að óvörum ráðizt á ræningja eða
útilegu-menn á Baðvöllum(?) og drepið þá, höfðu þeir í mörg ár
herjað byggðina, drepið menn og rænt fé1. Jón Þorkelsson
talar einnig um Geirfuglasker og hættuferðir þær, sem menn
fóru þangað tii geirfugladráps. Jón Þorkelsson hefir einnig
samið nokkurskonar Islandssögu i latneskum ljóðum2.

Jón Olafsson var fæddur á Stað í Grunnavík 15. ágúst
1705, hann var sonur síra Ólafs Jónssonar (1672—1707) og
Þórunnar Pálsdóttur. Arni Magnússon og Páll Vídalín voru
báðir kunningjar síra Ólafs, og af þvi leiddi, að Jón fór að
Víðidalstungu 1712, í fóstur til Páls Vídalíns, og dvaldi þar í
7 ár og var opt sveinn hans á ferðalagi. Páll kenndi Jóni
hin fyrstu undirstöðuatriði lærdómsins og kom honum svo í
Hólaskóla 1721, og útskrifaðist hann þaðan eptir tvo vetur
1723, fór svo aptur heim að Viðidalstungu og var skrif-

r

ari Páls í 3 ár; 1726 bað Arni Pál að útvega sér
skrif-ara, og varð það úr, að. Jón Ólafsson sigldi til Hafnar

r

um haustið og gekk í þjónustu Arna, en var um sama leyti
einnig ritaður i stúdentatölu við háskólann. Þegar Arni
Magnússon dó 1730, fekk prófessor H. Gram, sem annaðist

r /

bú Arna, Jón Olafsson til þess að semja skrá yfir handrit
hans, en jafnhliða stundaði Jón nám sitt af kappi og tók

x) Ætli þessi útilegumannasaga geti ekki eitthvað staðið í
sam-bandi við tóptir þær, er eg fann 1883 í Eldvarpahrauni fyrir ofan
Grindavik? (porv. Thoroddsen: Ferðir á Suðurlandi. Andvari X.. bls. 46).

2) Johannis Auromontani Snælandi Ectogarius Islandicus
Metro-historicus, quo præcipua Gentis Islandicæ Memorabilia et Decora
per-lustrant, cum notis breviusculis. Gammel kgl. Samling, nr. 2873-4°.
Byrjun: >Ver fuit, et placidæ spirabant molliter aurae«; 1828 vers alls.
Einkunnarorð: »Sat eg undir fiskahlaða*.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0325.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free