- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
320

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

320

lengd; í stórvötnum er hann stærri. Páll lögmaður hafði eptir
síra Arna Þorvaldssyni. er var á Þingvöllum, að þá hann
hafði einu sinni róið fram á Þingvallavatn í fögru sólskini.
hefði hann séð koma upp úr gjá nokkurri aurriða hér um
2 álnir á lengd. Glœsingur, hann er svartur á bakinu aptur
að möninni, sem liggur mitt langs eptir siðunni, fvrir neðan
mönina er fegursti silfurlitur á honum, sem á nýrunninni
hafsíld, og eins á kjálkunum: snjáldrið er litið frammjórra en
á almennum aurriða, en aptur mjórri við sporðinn. í
skapn-aði er hann líkastur laxi að öðru, en á stærð sem meðal
aurriði eða stór bleikja. Hann gengur fyrst af öllum
vatna-göngum úr sjó í miðjum april. Bleikja er á lit sem
kaffi-brún á baki ofan að síðulínunni, þar fyrir neðan fagurrauð
og eins á kjálkunum, er misstór, stærst á rek við meðal
aur-riða. Birtingnr eða sjóbirtingur er likastur glæsingi á allt
sköpulag, nema hann er jafn fagur yfir allt og hefir svarta
dropa hingað og þingað að framan aptur að dálki, droparnir
eru sem lauf á spili; er á stærð sem glæsingur. Þessir 3,
glæsingur, birtingur og bleikja, ganga allir úr sjó, en eru
aldrei í uppsprettuvötnum. Biðgála er stór silungur og
þykkur, rauður á kviðnum. í steinbotnsvötnum, og hefir nafn
af því hann riðar þar; er hvitfóðraður á öllum kviðaruggum.
Reiðnr eða reiðarsilungur er nefndur við Mývatn, eg efa hvort
hann er hið sama sem riðgála, eða hafi nafn af því hann er
alrauður á kviðnum. Hertar silungsreiðar eru þar kallaðar
hnakkatlattur silungur, en sá skertur, er vindþurkaður er á
rá. iSjóreiður er, að eg meina, hinn sami silungur, sem sá
næst er talinn, eða honum mjög likur, en veiðist i net i
sjáfarvíkum og lónum, áður en liann gengur í ósalt vatn.
Maurungur er í vatni í Ólafsfirði, að öllu sem lítill þorskur.
í Mvvatni eður öðru vatni nálægt Möðruvöllum í Eyjafirði,
geta sumir til, og þó með lítilli vissu, að hann muni ei ólíkur
makril eða carper. Við Saurbæ segja menn sé vatn, og þar
í silungar, svartir að lit, litlir, jafnstórir. Gedda kallast í

r

Alptaveri í Skaptafellssýslu silungur misstór, nokkuð dekkri
yfir allt en almennur silungur og sívalari á bakið.
Silunga-móðir er nefndur furðu stór silungur, sem liggur i stórum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0332.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free