- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
319

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

319

og flyðru. Óskabjörn kemur úr olbogaskelinni; aðrir segja,
úr henni komi sjáfarsnígillinn*,

»SmoJckfiskurinn er sívalur um miðjuna; hann hefir 3
höfuð út úr hverjum enda, er hann færir öll inn í smokkinn,
til allra höfðanna er langur hali, með smáum og mörgum
liðum; hefir 2 augu i hverju höfði og kögur í kringum hvert
höfuð, en smokkurinn nær að hverjum hálsi. Blóðið úr
hryggæð hans segja menn sé bezta blek. Annað kyn er
kol-krabbi, er vestfirzkir kalla líka smokkfisk og lýsa honum svo,
að hann hafi smokk eða hýði yfir sér allt fram að höfði, hér
um ’/2 alin á lengd; svartur á baki, nokkuð rauðari á
síð-um. hvítur á kviðnum, með eitt auga litið og tveim stórum,
samt ellefu öngum út úr höfðinu, bezta beita einhver. Sagt
er, hann fæðist af sandmígnum; með öngunum út úr
hausn-um skriður hann áfram«.

»Karfi er rauóur, hefir stórt hreistur og mjög stór augu,
flatur, þunnur og stuttur; út úr uggum hans standa hvöss
bein og broddar, sem vigtennur i ketti, 3 á hverjum ugga.
Dregst trauðlega utan i stormi eður undirdrætti veóurs«.
»Síldin gengur landa á milli í stórum hóputn, og optast i
þrísettum lögum. hverju upp af öðru, sem slá sér öll saman,
þá hvessir eða fiskar renna að, en gljá, þá gott er veður og
stillt, stendur þá þessi torfa svo þétt sem veggur eða stafli,
beint ofan í sjóinn; torfan er þá kringlótt eða ferköntuð, eptir
sem veðri og fiskigangi hagar; þó slik sildarvaða hitti
fiski-menn eða stórfisk fyrir, bregður hún sér ekkert vió, heldur
gengur beint áfram, þangað sem henni ræður við að horfa,
hversu ákaflega sem af henni er veitt. Hugsa menn, hún
hafl foringja, sem hafi rauðar doppur eður gulrauða bletti á
höfði sem krans, líka út um bolinn, og kalla menn hann
síldarkong, á norsku morild, og er það vist, að hann hefir
marga undirsáta. Líkast til er, hún lifi við eintómt vatn, eða
eitthvað í sjónum óklárindalaust, því ekki sést óhreint i
henni«.

»Um hinar ætu silungategundir:, TJrriði (á dönsku ork),
samandregið af aurriði, því hann riðar á grjóti, aur og sandi,
er rauðdröfnóttur á lit, ei almennilega meir en ein alin á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0331.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free