- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
322

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

322

mynduninni ei ólíkt mannshlust með mörgum afkimum, og
lýkst saman þá þeir hafa blásið, sem heilt sé; það stendur
upp úr miðjum hnakkanum fyrir aptan hausamótin og tálknin.
Er merkjandi, að sumir fiskar blása á snið fram, sumir beint
upp; allir. eptir taldir blása. nema beinhákarl, sumir grenja
sem nauthvalur, og er það ólikt og annað en blástur. Svo
er mikil grenjan þeirra stóru, að land tekur undir og titrar
i nálægð, jafnvel eru dæmi til, að þá þeir hafa grenjað niður
við grunn, hafa árar hrotið úr höndum manna fyrir ofan. I
sumum er grátt skíöi eða tálkn, það kalla Danir »Fiskebeen«.
Hvelja heitir húð á öllum hvölum, hún er glæ og slétt sem
gler og ærið þvkk, skór af henni gjörðir er sagt að haldi 3
ár, þó maður gangi jafnaðarlega á grjóti og jörð. Hið innsta,
næst beinum hvala, er hið magra, sem kjöt kallast, og er sem
á uxum: þar næst er rengi og þar fyrir utan þjótta, en spikiö
yzt. En það er merkjandi, að rengið er einasta á
tannfisk-um, af hverjum andarnefja er ein. Flestir eða allir eru
hvit-gráir á kviðnum, jafnvel allir, sem eru heitir innan; hafa lika
vömb og þarma eins og naut. I þeim er mör, sem er svo
heitur, að hann verður að ausast upp í tunnur, þá hann er
storknaður; kallast hann hvalsmjör, og er líkur gæsafeiti.
Það er og merkjandi um alla fiska, sem stökkva, höfrunga
og aðra, hvort stórir eru eða smáir, að þeir láta ætíð fallast
aptur á hrygginn eða sporðinn; þar fyrir snýr stökkull og
aðrir fiskar sér við i loptinu og koma niður á bakbæxlið.
mun orsökin vera, að þeir springi, ef þeir falla á kviðinn.
Þeir, sem hafa horn, hafa það litlu aptar en á miðju baki,
eptir þvi sem sýnist. Hvalur er soðinn nýr og svo einnig
lika súrsaður og soðinn siðan eða gjörður hanginn, og etinn
með fiski sem hákarl. Getnaðarlimirnir etnir er haldið hlevpi
vexti og megni í þann, sem etur. Kringum naflann á
stór-fiskutn vaxa hrúður og svo á kollinum, er menn kalla
skelj-unga. Þau eru stór sem mannshnefi. kringlótt, en skál utan . .

r

. . . . A vorin safnast allra handa hvalir i stórhópum,
ein-hverns staðar undir landið, líka stundum á haustin, og eru þar
saman viku og hálfan mánuð eða lengur. Þeir makast á
vorin. Það er kallað, að þeir séu í grindum; ekki er þá

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0334.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free