- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
325

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

325

það kosti þó ekki mikið, að komast þangað og sé hægt um
sumartímann. Hvergi segir hann, að dásemdarverk drottins
í náttúrinni og almætti sjáist betur en á íslandi, en Danir
forsómi að skoða slíkt, þó lærðir séu, nema þeir hafi af því
beinan hagnað. Með bréfinu fylgir skrá yfir gripi þá, sem
Jón Ólafsson sendir, og útskýring hinna íslenzku nafna.
Meðal annars talar Jón um surtarbrand, fjallagrös, söl o. fl.,
um Drápuhliðarfjall og gyllta teninga, sem þar finnast, segir
þeir séu brennisteinskís og til einskis nýtir, en áður héldu
flestir og ekki sízt Jón lærði, að teningar þessir væru gull og
silfurmálmur. Þar sem höf. talar um hrafntinnu, getur hann
þess, að ferhyrndir hrafntinnusteinar hafi sumstaðar verið
greyptir i altari og álitnir mjög helgir, svo brauö og vín við
altarissakramenti var látið standa á þeim. Jón talar lika uin
muninn á jökulvatni og bergvatni, og allitarlega um hveri.
Om Geysi segir höf., að hann með jöfnu millibili gjósi vatni
og sogi það í sig aptur; hann gýs þrjár stundir reglulega og
sýgur svo vatnið i sig aptur aðrar þrjár, þó gýs hann ekki
hærra en 6—9 álnir, en menn verða að vara sig, að vatnið
ekki spýtist á þá. Snorralaug lýsir Jón einnig og segist
sjálfur opt hafa baðaó sig i henni; hann talar og um
hvera-fugla í Olvesi og segir, að einfaldir menn haldi, að það séu
sálir fordæmdra; ekki segist höf. mundi hafa trúað því, að
slikir fuglar væru til, ef ráðvandir og »trúverðugir« menn
hefðu eigi sagt sér, og þeir jafnvel sumir lærðir; bætir svo
við, að eflaust sé margt í náttúrunni, sem vér ekki skiljum,
og ekki sé alltaf rétt að neita einhverju, af því menn hafi
ekki séð það sjálfir. Eldgos segir hann, séu svo nátengd
hverum, aö eigi sé hægt að greina náttúru þeirra sundur.

Þó Islendingar á fyrri hluta 18. aldar skrafi margt og
skeggræði um viðreisn landsins, þá ber þó sjaldan mikið á
ættjarðarást í ritum þeirra. Heit og fögur ást á landi og
þjóð kemur fyrst verulega í ljós í kvæðum og ritum Eggerts
Ólafssonar. Jón Grunnvíkingur talar ekki neitt sérlega vel
um Island og ekki ber hann hlýjan hug til landa sinna, enda
segir hann, að sjer hafi alltaf liðið betur í útlöndum, meðal

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0337.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free