- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
334

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

384

ritar síðan langt mál um orsakir eldfjalla og hvera, en hér
verðum vér að sleppa því.

Zorgdrager getur þess, að íslendingar í þá daga séu
orðnir miklu meiri snyrtimenn en fyrrum, þegar Blefken l}’sti
landinu; hann segir og, að það sé ekki undarlegt, þó alrnúgi
i svo fjarlægu Iandi sé ekki eins siðaður og ráðvandur eins
og í suðlægari löndum; hann getur þess og, að til séu vel
siðaðir og menntaðir Islendingar. Sögunum um vindsölu
Islendinga og öðru þvílíku, segir hann að enginn skynsamur
maður trúi, en þær séu samt skritnar og skemmtilegar.
Zorgdrager lýsir nokkuö húsakynnum Islendinga, húsin eru
byggð úr torfi og mold, en sperrur, hurðir og stoðir úr tré
eða hvalbeinum; sperrurnar eru þaktar hrísi og torfi; sum
hús eru byggð undir brekku og þökin ílöt upp að brekkunni
og grasivaxin, svo maður getur óvart gengið út á húsin og
verður ekki var við, fvrr en maður sér reyk upp úr
stromp-inum; i hús þessi gengur maður boginn eða skríður öllu
heldur um litlar dyr, og víða er svo lágt undir lopt, þegar
inn kemur, að menn geta náð upp í þak með hendinni. A
þakinu er gat og í það er sumstaðar sett tunna og hún notuð
sem reykháfur, eldur er kyntur á miðju gólfi undir
stromp-inum, og kringum liann situr kvennfólkið og saumar og
prjónar. Ljós fá menn inn í húsin helzt í gegnum
stromp-inn, en sumstaðar eru þó 2 eða 3 göt með glerrúðum eða

r

skjágluggum. A vetrum ganga kindur og hestar úti, en kýr
og geitur eru hýstar og fóðraðar á þurkuðum þorskhausum
og heyi. Sjálfir lifa Islendingar mest á fiski, kjöti og mjólk;
harðfisk eta þeir í stað brauðs. Þeir Zorgdrager sáu smáblöð
lik víðiblöðum, sem Islendingar hafa til matar, blöð þessi
merja þeir sundur i potti með steini, eða mala þau og baka
svo úr þeim brauð, gras þetta er lika látið saman við mjólk
og gerður grautur úr.1 Af brauði þessu segist Zorgdrager
hafa fengið dálitla ögn og eins bita af harðfiski, og segist enn
geyma hvorttveggja. A vetrum hafa Islendingar hrís,
kúa-mvkju og tað til eldsneytis; þeir hafa gnægð mjólkur, fisks

*) þetta liafa líklega verið fjallagrös, þó liöf. segi, að þau hafi verið
lík víðiblöðum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0346.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free