- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
335

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

335

og kjöts, en hvorki korn né tréávexti og heldur ekki
garð-ávexti, en þeir nota súrutegund, sem vex á víðavangi.
ís-land er mjög víðáttumikið og grýtt og övíða grösugt, þar
eru lyngmóar og smárunnar, en engin tré, þó getur fjöldi
kvikfjár lifað í landinu sakir stærðar þess. I beztu dölunum
vex gras, en gisið, gisnara en á Hollandi, svo af stórum
engjum fæst aðeins lítið hey.

Hinn nafnfrægi rithöfundur Ludvig llolbcrg (1684—1754)
gaf út lýsingu Danmerkur og Noregs 1729 og lýsir þar líka
nokkuð Islandi.1 Island er fjöllótt og grýtt eins og Noregur,
byggó er aóeins með sjó, en upplendiö eintóm öræfi, korn
vex þar ekkert, en mjöl er flutt til landsins, er aðeins hinir
efnuðu geta keypt, menn eta kjöt og harðfisk og söl i brauðs
stað. Hafísinn flytur rekavið, birni, úlfa2 og refi til landsins;
þar eru engir málmar, en nógur brennisteinn, sem kemur út
úr eldfjallinu Heklu, og er hann fluttur þaðan til útlanda frá
næstu hÖfnum.2 Fálkar eru veiddir á Islandi og kaupir
»fálkafangari« konungs þá fyrir 5—15 dali, fyrir alhvíta fálka
eru borgaðir 15 dalir; á fálkaskipinu eru stundum fluttir 120
fálkar í einu; fálka þessa gefur Danakonungur
Þýzkalands-keisara, Frakkakonungi og öðrum stórhöfðingjum, og þykja
þeir hin mesta gersemi. Holberg segir að sigling sé á 24
hafnir á Islandi, 17 fiskhafnir og 7 kjöthafnir, og eru þær
leigðar kaupmönnum; telur hann stjórnina hafa góðar tekjúr
af Islandi, og segir hverjar þær séu; höf. getur þess
enn-fremur, að Island og Vestmannaeyjar séu opt nefnd hvort
fyrir sig, en það sé jafn undarlegt, eins og að nefna í sömu
andránni Sjælland og Amager. Holberg segir, að Islendingar
séu, eins og Norðmenn, mjög ákafir og geðmiklir; helzti
sjúk-dómur á Islandi er skyrbjúgur, og holdsveiki er og mjög tið;

r

segir höf., að holdsveikin sé bæði á Islandi og i Noregi
al-gengust þar sem fiskmeti er aðalfæða, þó segir hann að sótt-

L. Holberg: Dannemarks og Norges Beskrivelse. Kjöbenhavn
1729-4°. (Islands Beskaffenhed bls. 53—55. Islændernes Natur og
Egenskab bls. 29—32).

2) Úlfar hafa aldrei komið til íslands; hvergi er brennisteinn til
muna kringum Heklu, svo allt þetta er skakkt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0347.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free