- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
356

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

356

segir, að hver maður læri svo mikið af handiðnum, að hann
getur gert allt, sem þarf á heimilinu, smíðað tré, járn og
báta, og allt kvennfólk kann að sauma og gera skó. Hið
vánalegasta starf Islendinga eru fiskiveiðar; báta sína smíða
þeir úr þunnum eikartíorðum, og draga þá á land hvert sinn
er þeir róa; atkeri hafa þeir engin, en í stað þeirra nota þeir
þunga steina með gati, í gegnum gatið er rekin digur spíta.
sem rekst í sævarbotninn, og stöðvar þannig bátinn.

Anderson þykir mjög einkennilegt hvernig íslendingar
verka skinn, þeir leggja nýja gæru á hné sér, og raka af
henni hárin svo fljótt og fimlega með beittum hnífi, aö undur
er á að horfa, siðan spita þeir skinnin á vegg til þerris.
Skinn-peysur sínar smyrja Islendingar með lýsi 4. eða 5. hvern dag:
eng-inn danskur kaupmaður getur þvi haft þá nærri sér vegna
grút-arbrækju og óþrifa; kaupmenn tala því ávallt við Islendinga
undir beru lopti, og standa þá undan vindi. Þetta sýnir hvað
van-inn er ríkur, aö Islendingar skuli geta lifað og þrifist í
ann-ari eins stækju og svínslegum óþrifum, vel upp aldir menn
mundu sýkjast og deyja. Allt þæfa þeir og þvo úr hlandi, og
brúka aldrei sápu.

r r

Um verzlunina skrafar Anderson allmikið. A Islandi
eru 14 »fiskhafnir« á Suður-og Vesturlandi, og 8 »kjöthafnir«
á Noröur- og Austurlandi. Engir aðrir en kaupmenn frá
Kaupmannahöfn mega reka verzlun á Islandi, og leigir
kon-ungur þeim ýmsar hafnir, en af þvi kjötverzlunin gefur af
sér lítinn eða engan arð, verður hver kaupmaður, sem leigir
tvær fiskhafnir, að taka eina kjötliöfn i ofanálag. Danskar
specíur og krónur eru hinir einu gjaldgengu peningar á
Is-landi, en i stað smápeninga nota menn fiska, og i öllum
samningum um kaup og sölu er fariö eptir fiskareikningi.

Kirkjurnar á Islandi eru mjög litlar og litilfjörlegar,
svipaðar íbúðarhúsum Islendinga, hálfgrafnar i jörðu, enda
er ekki hægt að byggja þar háar kirkjur sakir hvassviðra.
Danir byggðu einu sinni háa kirkju úr tígulsteini, en hún
fauk. Þeir sem hafa umsjón með kirkjunum geyma í þeim
kistur sínar og rusl, og á þessu situr fólkið, þegar embættað
er. Prestarnir eru mjög ómenntaðir, þeir eru líka mjög

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0368.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free