- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
358

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

358

bikararnir ótt og títt, mann frá manni, meðan nokkur getur
haldið á staupi, eða staóið á fótunum.

Anderson segir, að Islendingar séu mjög gefnir fyrir spil
og tafl, einkum skáktafl, þeim þykir líka gaman að dansa,
»karl og kona standa hvort á móti öðru og hoppa og falla
á víxl frá einum fæti á annan, annaóhvort eptir söng gamla
fólksins, eða eptir argi úr hljóðfæri með fjórum strengjum.
sem þeir þrýsta á með annari hendi, en slá með hinni®.1
Því næst talar Anderson um stjórnarfarið og dómgæzlu, segir
hann þar meðal annars, að undirdómarar sjálfir verði að
fremja öll böðulsverk, sumir óbótamenn eru afhöfðaðir með
öxi, og sumir hengdir á járnkarl. sem er rekinn inn í
kletta-rifu, og verða þeir optast að sprikla lengi áður en öndin
skreppur úr þeim; konur eru alltaf settar i poka (og drekkt).

Þegar Anderson er búinn að ryðja úr sér öllum hinum
löngu óþverra-romsum um skapferli og lifnaðarhætti
Islend-inga, klykkir hann út með sögu um íslenzkan ungling, 14—15
ára, sem kom til Hamborgar. Þegar skipið, sem
Islending-urinn var á, fór fram hjá Helgolandi, hélt hann að kirkjan
og húsin væru klettar, og var ómögulegt að gera honum
skiljanlegt, að það væru hús gerð af tnannahöndum. Þegar
hann kom til Gliickstadt, var hann alveg ráðalaus með húsin
og alia gluggana; þegar hann kom til Hamborgar varð hann
alveg ruglaður og mállaus, gekk fram og til baka, og glápti á
hin stóru hús. Húsbóndi hans fór með hann á sönglistahús
(Opera) til þess að sjá hvernig hann þar mundi hegða sér,
og hvað hann segði um það sem fram fór. Þegar
Islending-urinn heyrði hljóðfærasláttinn, gretti hann sig og skældi
alla-vega, en þegar tjaldið var dregið upp, sat hann steinhissa.
starói inn á leiksviðið, hreifði ekki legg né lið og mælti ekki
orð. I leiknum kom dreki fram á sjónarsviðið og úr opnu
gini hans stukku púkar, sem fóru að dansa; þá stökk
Islend-ingurinn eins og elding inn undir bekkinn, sem hann sat
á. og var ómögulegt að fá hann þaðan út aptur, hann hélt
að púkarnir mundu grípa sig, og var ekki hægt að sannfæra

’j Hér er líklega átt við •langspil«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0370.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free