- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
359

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

359

hann um, aö þetta væri að eins leikur. Síðar varð hann
skyn-samari, iærði fljótt að skrifa og reikna, og hegðaði sér vei í
verzlunarstörfum. Húsbóndi hans ætlaði að styrkja hann til
þess að stofna verzlun í Holstein eða Danmörku, en alit þetta
varð til einskis, hann fékk svo mikið óyndi, að það varð að
senda hann aptur til Islands, svo hann yrði ekki veikur; þar
lifir hann enn heilbrigður í öllum óþrifunum og honum
gengur vel1.

Pess hefir fyrr verið getió, að stutt Islandslýsing og
at-hugasemdir voru settar aptan við hina dönsku útgáfu af bók
Andersons 1748, og gat hún því ekki gjört neinn verulegan
skaða á Norðurlöndum. Fjórum árum seinna kom út bók
eptir Horrebow, sem rækilega hrekur vitleysur Andersons og
lvsir landinu miklu betur og nákvæmar en áður hafði verið
gjört í prentuðum bókum. Niéls Horrebow var fæddur í
Kaupmannahöfn 17. sept. 1712, hann var af mjög lærðri ætt,
og var snemma settur til mennta, faðir hans Peder Horrebow
var ágætur stærðfræðingur og stjörnufræðingur, lærisveinn
Ola Römers, bræður hans Christian og Peder voru einnig
stærðfræðingar og háskólakennarar. Niels Horrebow
stund-aði bæði stærðfræði, stjörnufræði og lögfræði við háskólann,
varð doctor i lögum 1740, og assessor i hæztarétti 1744, en
missti það embætti sakir sjóðþurðar 1747, og var gerður
út-lægur til Bornholm, en fékk 1749 leyfi til þess að fara til
íslands til þess að gjöra þar athuganir um veðráttufar og
hnattstöðu landsins, og mun þaó hafa verið að fyrirlagi
vís-indafélagsins danska, sem þá var nýstofnað (1742); Horrebow
flutti þá búferlum til íslands með konu og börn, og var þar
í 2 ár, en átti eiginlega, eptir því sem fyrst var ákveðið, að
dvelja 3 ár á íslandi, líklega hefir hann verið kallaður
til-baka af því þeir Eggert og Bjarni voru sendir til Islands
litlu siðar en hann. Horrebow fór aptur tii Kaupmannahafnar
1751, og dó þar 1760. Horrebow ritaði ýmislegt um stjörnu-

íslendingur þessi hét ívar Gislason. hann varð »fullmektugur«
landfógeta, fór svo til Hafnar og dó þar sem ráðstofuþjónn. Horrebow:
Tilforladelige Efterretninger bls. 389.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0371.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free