- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
361

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

361

af saltpétri i jarðveginum1; hann getur þess einnig, að jöklar
i Skaptafellssýslu breytist daglega, svo þar sem menn nýlega
hafa farið yfir beran sand, er jökullinn genginn yfir brautina
þegar menn koma aptur, og liggja sporin þá að jöklinum
beggja megin, þetta sýnir, að jökullinn hefir gengið fram;
hestar, sem hafa dottið niður í djúpar jökulholur, finnast
seinna uppi á sjálfum jöklinum, en þar sem holan var, er
allt slétt. Horrebow neitar því sem Anderson segir, að menn
verði að fara flest fötgangandi á Islandi, hann segir, að
ferða-lög milli fjarlægra héraða séu mjög tíð og menn fari allt
ríð-andi; lögmenn og sýslumenn koma til alþingis með 10—12
áburðarhesta, og frá Hólum eru árlega sendir yfir hundrað
hestar til Suðurlands til að sækja skreið, bændur nyrðra
senda og margar lestir suður með smjör og prjónles, og taka
skreið i staðinn. Um jarðskjálfta og eldgos talar Horrebow
allítarlega, segir að jarðskjálftum fylgi mjög sjaldan eldgos
eða vatnsflóð, en gjár myndist í jörðu; hann lýsir
eldgosun-um við Mývatn, Kötluhlaupinu 1721, Öræfagosinu 17272 og
Heldu, segir hann að Hekla sé byggð eins og hvert annað
fja.ll, og megi vel komast upp á hana, það hafi nýiega tveir
islenzkir stúdentar gert (Eggert og Bjarni); bæði Anderson og
aðrir eldri rithöfundar lýsa Heklu hræðilega, eins og opt hefir
verið á minnzt, og telja þangað ófært hverri skepnu.

Frá hverum segir höf. ýmislegt, hann segir meðal
ann-ars að reynzlan sýni, að búast megi við regni þegar mikil
gufa er úr þeim, en þegar gufan er lítil, er von á þurrviðri;
heitar uppsprettur segir hann séu þrennskonar, laugar,
sjóð-andi hverir og goshverir; sumir goshverir gjósa reglulega á
vissum tímum, aðrir óreglulega. Hjá Reykjum nálægt
Húsa-vik segir hann að séu þrír hverir merkilegir, og 30 faðma
millibil milli þeirra; hinn yzti gýs fyrst, svo miðhverinn og
svo hinn innsti, svo byrjar hinn yzti aptur, og svo koll af
kolli; hinir þrir hverir gjósa allir á fjórðung stundar, hinn

Sbr. rit þórðar Vídalín.
-) Horrebow setur hér ártalið 1728, sem er ónákvæmt; gosið
byrj-aði 3. ágúst 1727, en endaði 25. maí 1728.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0373.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free