- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
363

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

363

hans dögum verið orðin nokkur á íslandi. Á Bessastöðum
var 1749 ágætur kálgarður með matjurtum, petersille, silleri.
káli, næpum, baunum o. fl.; eina næpu segist hann hafa
vegið, sein var 2l/2 pund; stikkelsber höfðu líka borið
þrosk-aða ávexti á Bessastöðum. Miklu víðar segir hann séu
kál-garðar bæði á biskupssetrunum og hjá lögmönnum og
sýslu-mönnum, og i Skálholti segir hann, að hvít kálhöfuð hafi
þroskast vel. Horrebow heldur, að korntegundir muni eins
vel þróast á Islandi nú eins og til forna, og heldur, að
villi-kornið (melgresið) í Skaptafellssýslu muni vera leyfar af
korni fornmanna, sem hafi haldizt og sáð sér sjálft.
Hvíta-birnir segir höfundurinn, að komi eigi ósjaldan á isi til
Is-lands, en þeir séu jafnóðum drepnir; nýlega var þá dáinn
gamall maður á Langanesi, sem einn hafði drepið 20 birni.
gekk hann ávallt einn móti þeim með spjóti, og lagði þá
svo að velli. Ef björn kemur að manni óvörum, er bezt að
kasta einhverju til hans, helzt fingravetlingi, þvi björninn
staðnæmist þá og dutlar við að umhverfa vetlingnum og það
tekur tima að snúa við öllum þumlunum, þvi bangsi er ekki
sérlega lipur1, á meðan getur maðurinn komizt undan.

Horrebow ritar vel og ítaiiega um fjárrækt á íslandi og
um íslenzkan búskap vfir höfuð, um islenzka fugla og fiska,
fiskiveiðar og fiskverkun, hann segir frá selveiði og silungs-

r

veiði og lýsir laxakistum, sem þá tiðkuðust á Islandi; höf.
segir vel og réttilega frá flestöllu og má enn sækja þangað
ýmsan fróðleik, en hér yrði of langt að skýra nánar frá
frá-sögu hans. Vér setjum hér aðeins lítið sýnishorn um
fálka-veiðar.

Fálkarnir á íslandi eru gráir, hvítleitir og hvitir, og
karlfuglinn nokkuð minni en kvennfuglinn; í sama hreiðri
getur litur unganna stundum verið mismunandi. Frá
Græn-landi koma stundum á vetrum fálkar og eru þeir flestir hvitir,
íslendingar kalla þá »flugfálka«, af þvi þeir verpa ekki á
ís-landi. Islenzku fálkarnir eru beztir og kraptamestir allra
fálka, norska fálka er ekki hægt að brúka til veiða nema tvö

þjóðsaga þessi er enn algeng á fslandi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0375.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free