Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
364
ár, en íslenzka 1 12 ár eóa lengur, auk þess eru islenzku
fálkarnir stærri. Með Hólmsskipi kemur »fálkafangari«
kon-ungs til Bessastaða, því þar er fálkahúsið, og tveir
þjónustu-menn með honum; hann veiðir sjálfur aldrei fálka, en tekur
f r t
á móti þeim, sem Islendingar veiða. I hverju héraði á
Is-landi er fálkaveiðari, og hefir hann leyfisbréf amtmanns til
þess starfa. Um jónsmessu eru fálkarnir fluttir til
Bessa-staða og eru flutningsmennirnir alltaf riðandi, einn maður
getur reitt 10—12 fálka, þeir hafa allir hettur niður fyrir
augu og sitja á þverspítu á krosstré, sem fálkamaðurinn
heldur með hægri hendi og lætur neðri enda stangarinnar
standa í ístaðinu. Fálkamaður konungs velur úr þá fálka,
sem brúklegir eru, og fá veiðimennirnir 7 dali fvrir gráan
fálka, 10 fvrir hálfhvítan, 15 dali fyrir alhvítan, og 2—4 dala
þóknun að auk. Fálkaveiðin fer fram á þenna hátt.
Tveir staurar eru reknir niður i jörðina hvor skammt
frá öðrum. Við annan þeirra er optast bundin lifandi rjúpa,
stundum dúfa eða hæna með 3—4 álna löngu snæri, sem er
fest við fót fuglsins, svo hann geti flögrað dálítið upp, því þá
tekur fálkinn fljótar eptir honum. Annað snæri 80 faðma
langt er lika bundið við fót fuglsins, og gengur það í gegnum
gat á hinum staurnum, svo veiðimaður getur dregið rjúpuna
þangað. Hjá þessum staur er sett upp net, lagað eins og
laxaháfur, þanið út á stóran sviga, sem er 3 álnir að
þver-máli, sviginn stendur beint upp og niður, og ef hann dettur,
þá fellur háfurinn yfir staurinn, til þess að koma þessu til
leiðar, er snæri fest ofan til í svigann, og gengur það gegnum
hinn staurinn til veiðimanns, og getur hann með því dregið
háfinn yfir talkann. f’enna viðbúnað hafa veiðimenn þar sem
þeir eiga von á fálkum, nálægt fálkahreiðrum eða þegar þeir
sjá til »flugfálka«. Þegar nú fálkinn sér rjúpuna flögra með
jörðu, hringsólar hann nokkra stund í loptinu til þess að gá
að hvort nokkur hætta sé á ferðum ; síðan rennir hann sér
niður á rjúpuna, slær hana og heggur vanalega höfuðið af í
fyrsta höggi; síðan fl)’gur hann upp aptur (nema hann sé
mjög soltinn) til þess að grennslast eptir, hvort hann muni
r
geta matast i friði. A meðan dregur veiðimaður rjúpuna að
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>