- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
368

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

368

Eggert Ólafsson kemur fram á sjónarsviðið, er sem ljós
Horrebows blikni fyrir upprennandi sól, því upp frá því fara
flestir þeir, sem réttorðir vilja vera, mest eptir ferðabók
þeirra Eggerts og Bjarna, þó þeir sumir hverjir lika noti rit
Horrebow’s. Upp frá þessu taka landfræðisbækur að segja
miklu betur frá Islandi en áður hafði verið, og má þá
sér-staklega nefna hina stóru landafræði eptir A. Fr. BuscJiing1,
hún kom út í mörgum útgáfum og hefir sjálfsagt töluvert
út-breitt rétta þekkingu um ísland. I bók þessari er allgóð og
ítarleg lýsing Islands, enda áttu Islendingar þátt í samningu
bókar þessarar2; þar er fyrst almennt yfirlit yfir landfræði
Is-lands, og síðast staðalýsing og upptalning fjórðunga, sýslna og

r

merkisstaða. I enskum landfræðisbókum sjást nú einnig
miklu betri lýsingar íslands en áður, t. d. í bókum eptir W.
Guthrie, W. Fr. Martyn3 o. fl. Nú tekur eptir miðja öldina
að birta yfir landinu, og skröksögurnar fornu hverfa úr
bók-um lærðra manna, þó eru kerlingabækurnar furðu lífseigar,
og hafa sumar hverjar á vorum dögum athvarf i lélegum
tíma-ritum og dagblöðum, og í ritum litt menntaðra ferðalanga, sem
endilega þykjast þurfa að skrifa eitthvað, þegar þeir koma heim
úr fjarlægum löndum, þó þá vanti alla hæfilegleika til þess og
þekkingu, og lýsa ritsmíðin að eins andlegu volæði höfundanna.
Slikar bækur gjöra nú á dögum sjaldan verulegan skaóa, af
því fræðimenn leggja nú engan trúnað á slikt, og ganga
þegj-andi fram hjá þesskonar ritum.

A. Fr. Biisching: Neue Erdbeschreibung. Hamburg 1754-8vo.

2) Jón Marteinsson segir (Thott nr. 961. fol. bls. 37), að Búsching
hafi fengið kaflann um ísland frá etatsráði E. Jessen, en Jessen hafði
allt sitt vit úr Joni Þorkelssyni og Þorsteini Magnússyni. Jessen ætlaði,
sem fyrr var getið, sjálfur að rita stóra íslandslýsinga, en ekkert varð
af því (s. st. bls. 44-45.).

3) W. Guthrie: A new system of modern geography or a
geo-graphical. historical and commercial grammar. London 1782-4°. (Um
ísland bls. 58-63). W. Fr. Martyn: The geographical Magazine.
London 1782- 83-4°. (Um ísland Vol. II. bls. 436—38;.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0380.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free