Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
367
allskonar mislitar leirtegundir, sölt og brennistein. Þá segir
hann frá ferð sinni upp á Esju, þangað fór hann með
lopt-þvngdarmæli til þess að mæla hæð fjallsins og reiknaðist hún
1135 álnir; i Esju segist hann hafa fundið allavega litt grjót og
jafnvel silfurmálm að hann heldur1. Ennfremur talar Horrebow
um saltgjörð á íslandi og tilraunir, sem hann hefir gjört til
þess að mæla saltmegni sjóarins hjá Bessastöðum: höf. talar
og nokkuð um veðráttufar og kemur með ýmsar uppástungur
landinu til viðreisnar svipaðar þeim, sem getið er um i hinu
stærra handriti hans sem fyrr hefir verið getið. Hann segir
að bæði sé landið sjálft og loptslag þess gott.
Bók Horrebows hafði mikil áhrif til hins betra, einkum
sakir þess, að hún var lögð út á önnur mál, svo útlendir
landfræðingar gátu þar fengið nákvæmar og réttorðar
frá-sagnir um Island, enda bera landfræðisbækur þær, sem seinna
koinu út, þess merki. Landfræði eptir J. G. Hager2 fer eptir
Horrebow, og eins stór landafræði3, sem kom út i Leipzig á
árunum 1750—70: þar er í 14. bindi l)’sing Danmerkur og
Noregs, og er íslands þar viða getið, en frásagnirnar um
landið eru á strjálingi innan um alla bókina. I öðru ritsafni
um heimskautslöndin4, er kom út nokkru seinna, er injög
löng og nákvæm lýsing Islands tekin úr bók Horrebows, þar
er landlýsingunni vel fyrir komió, og hinum einstöku
frásögn-um raðað skipulega niður i 17 kafla. Frakknesk rit eptir
Roger og Mallet5 fara lika eptir bók Horrebows, og enn nota
margir aðrir rit hans, sem hér væri óþarft að telja. í’egar
Horrebow hefir líklega farið upp fjallið hjá Svínaskarði og fram
hjá Móskarðshnúkum, þar er aðalefnið liparit og því margir mislitir
steinar, og agnir af brennisteinskís, er svo opt fylgja liparitinu.
2) J. G. Hager: Ausfúhrliche Geographie. Chemniz 1755-8vo.
3) Neue europáische Stats-und Reisegeographie. I—XVI. Leipzig
1750—1770-8vo. í 14. bindi, sem gefið er út í Dresden og Leipzig
1767, er lýsing Danmerkur, Noregs og íslands bls. 1—344.
4) Neuere Geschichte der Polarlánder. Berlin 1778—1779-8vo.
5 bindi; þar er um ísland í I. bls. 146—283, 17 §§.
5) Roger: Lettres sur le Dannemarc. Geneve 1757—1764-8vo (13. bréf,
I. bls. 190—201 »sur la compagnie d’lslande en particulier«). Mallet:
Introduction a l’histoire de Dannemarc. Copenhague 1755-4° bls. 9—10.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>