Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
11
mörgu framfarauppástungur (»framfarapró.jektin«), er einkenna
fyrri hluta 18. aldar; hallærin og vandræðin um aldamótin
höfðu opnað augu manna og eptir það rignir niður
uppá-stungum og bollaleggingum um viðreisn landsins, en þetta
var allt í munninum og kom ekki til framkvæmdar,
hugsun-arhátturinn og aldarandinn var ennþá ekki svo breyttur að
uppástungur einstakra manna hefóu veruleg áhrif á þ.jóð og
r
stjórn. A seinni hluta aldarinnar er öðru máli að gegna, þá
eru hinar almennu frámfarahugmvndir búnar að ryðja sér til
rúms og nú revna menn að framkvæma hinar fornu
uppá-stungur og sameina þær við hugmyndir þær, sem efstar voru
á dagskrá; nú á allt í einu að kippa öllu í liðinn og breyta
öllu, enda breyttist þá allmargt á Islandi í stjórnarháttum og
atvinnuvegum, var sumt til bótar, en sumt afturför. Stjórnin
sýndi Islendingum mikinn velvilja og var óspör á fé til
fram-fara og framkvæmda. Margir gáfaðir, duglegir og starfsamir
íslendingar lögðust á eitt að framkvæma hugsjónir sínar og
vörðu til þess fjöri og fé, og þó er ekki því að leyna, að
árangurinn varð yfirleitt lítill í samanburði við allan
tilkostn-aðinn og dugnaðinn. Þegar nánar er aö gáð er þetta þó alveg
eðlileg afleiðing af kringumstæðunum.
Sjaldan eða aldrei hefir Island átt jafnmarga
framúr-skarandi menn eins og á seinni hluta 18. aldar, allir voru
þeir fullir af eldlegum áhuga fyrir framförum Islands og hver
starfaði á sinn hátt að því að hefja þjóðina úr þeirri
niður-lægingu, sem hún var komin í. Samt sem áður auðnaðist
þeim ekki að sjá verulegan árangur af starfa sínum, þeir
lögðu grundvöllinn til þess, sem seinna varð og niðjarnir
uppskáru ávöxt iðju þeirra. Þessir framfaramenn voru
flest-allir af heldra tagi og margir í háum embættum, þeir höfðu
erlendis tileinkað sér hugmyndir þær um framfarir og
mann-réttindi, sem sunnan að komu með þeim kostum og brestutn,
sem þeim fylgdu. en voru langt á undan íslenzkri alþýðu og
hugmyndir þeirra voru flestar fyrir ofan sjóndeildarhring
al-mennings; það var því engin von á íljótri og góðri uppskeru
þegar jarðvegurinn var gjörsamlega óundirbúinn. Tilraunirnar
urðu þó engan veginn árangurslausar fyrir framtiðina, þær
l*
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>