- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
4

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

4

uröu undirbúningur undir breytingar þær á hugsunarhætti
alþj’ðu, sem orðinn er á 19. öid.

Seinast á 18. öld var alþýða á Islandi komin í hina
mestu niðurlægingu i andlegum og verklegum efnum og var
því varla aö búast við að hægt væri að brevta öllu til
batn-aðar á svipstundu. Það sýnir sig hér sem annarsstaðar, að
fvrirskipanir og lagaboð hafa lítinn árangur þegar þjóðin,
múgurinn, alþýðan ekki fvlgir með; hugsunarhátturinn verður
smátt og smátt að brevtast, en þegar meginþorri hinna
skvn-samari manna hefir látið sannfærast og sér að brevtingarnar
eru hagstæðar, þá kemst fyrst rekspölur á framfarirnar svo

r

þær verða að verulegurn notum. A 18. öld eru
stjörnar-völdin og embættismennirnir frumkvöðlar allra
framfaratil-rauna en alþýðan er ekki vöknuð, hún er íhaldssöm og vill
ekki breyta, árangurinn verður þvi lítill; eptir miðja 19. öld
er ástandið orðið breytt, nú er alþýðan vöknuð og lælur til
sín taka, framfaratilraunirnar koma neöan að. en stjórnin
heldur í. Þetta ástand er í sjálfu sér eðlilegra, því
nauðsyn-legt er, að eitthvað sé til að stöðva of fljótar og lítt hugsaðar
breytingar, en engin hætta á því, að breytingar þær, sem eru
til verulegra nota, hafi ekki á endanum fullan framgang þegar
almenningur leggst á eitt, þrátt fyrir íhald stjórnarvalda eða
annara.

Eins og alkunnugt er lét stjórnin á 18. öld með miklum
tilkostnaði gjöra ótal tilraunir til framfara í atvinnuvegum
íslands og gaf út fjölda lagaboða og konungsbréfa, er miðuðu
í sömu átt; varð margt til bóta, en sumt hafði lítinn eða
engan árangur. Hér nefnum vér aðeins fáein atriði. Þá var
margt ritað og skrafað um verzlunina og varð loks sá endir
á, að einokunarverzlunin var afnumin 1786 og verzlunin gefin
frjáls við þegna Danakonungs, en við útlendinga máttu
ís-lendingar ekki verzla fyrr en 1854. Póstgöngur innanlands
milli landsfjórðunga hófust 1776 og um sama leyti byrjuðu

r

póstskipsferðir milli Islands og Danmerkur, þó ekki nema
einu sinni á ári fyrst framan af. Pá. komu og út tilskipanir
um vegabætur og var þeim lítill gaumur gefinn. Reynt var
að efla fiskiveióar og koma upp þilskipaveiðum, gaf konungur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0012.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free