Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
8
eingöngu í þeim tilgangi sumurin 1764 og 1765. Um sama
leyti styrkti stjórnin Jón nokkurn Grímsson til þess að gjöra
jarðyrkjutilraunir á íslandi.1
Nú leið nokkur tími svo að engar sendiferðir voru gjörðar
til landsins í vísindalegum eða verklegum tilgangi, mikið hafði
reyndar áunnist, en enn sem komið var sást Iítill árangur á
prenti. Eptir árið 1770 varð mikil breyting til bóta í þessu
efni og var nú miklu meira gjört en áður til þess að
rann-saka Island á j’msan hátt og gefin út mörg rit og merkileg
um landið. Voru tvær ástæður til þess að framkvæmdir
jukust nú svo mjög, sú hin fyrsta, að sett var nefnd til þess
að rannsaka hagi íslendinga (»Landkommissionen«) og leggja
ráð á hvernig úr mætti bæta, og hin önnur, að Jón Eiríksson
var kominn inn í stjórnarráðið og barðist með hinum mesta
dugnaði fyrir öllu þvi, sem hann hélt að gæti eflt framfarir
og hagsæld Islendinga. I »landkommisioninni« voru 3 menn:
Andreas Holt, porkell Fjelclsted og Thomas Windekilde; þeir
dvöldu á íslandi 1770—1771 ásamt skrifara sínum Eyjólfi
Jónssyni og leiddi margt gott af ferð þeirra. Frá
visinda-félaginu danska höfðu neftidarmenn tekið með sér
landmæl-ingarverkfæri, en munu hafa haft fáar tómstundir til að nota
þau og varð það úr, að Eyjölfur Jónsson skrifari þeirra var
settur við stjörnuathuganir og landmælitigar og fékkst við
slíkt á árunum 1772—75, þá tók Rasmus Lievog við 1779—
r
1805. Arið 1772 gáfu þeir Jón Eiríksson og G. Schöning
út ferðabók Eggerts Ólafssonar, eitt hið merkasta rit, sem
nokkurntíma hefir verið skrifað um Island. Eptir þetta var
farið að hugsa um rannsóknir og tilraunir af ýmsu tagi.
Ölafur Ólafsson (Olavius) ferðaðist um ísland 1775—77 til
þess að grennslast eptir búnaðarháttum og ýmsu. sem verða
mátti að verklegum notum. 1775 var C. Ziener sendur til
íslands til þess að skoða surtarbrand og s. á. 0. Henchel til
þess að rannsaka brennisteinsnámur, en árið eptir 1776 voru
þeir Walter og TJsler sendir til þess að koma í lag salt-
’) Um Jón Grímsson eru ýms skjöl og bréf í Stiptsskjalasafninu í
Reykjavík (IV. nr. 336, VI, nr. 226).
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>