- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
7

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

7

eitthvað til bragðs að taka svo landið eyddist ekki
gjörsam-lega að mannfólki, enda var þá mörgu breytt 1 stjórnarfari
landsins, en þýðingarmest var þó að einokunin var afnumin.

r

Nú hvarf gjörsamlega hinn seinasti sjálfstjórnarvísir
Islend-inga, alþingi var afnumið mcð konungsboði 11. júlí 1800, en
seinast var riðið á þing við Oxará sumarið 1798. Alþingi
hafði nú um stund ekki verið nema nafnið eitt og því hafði
sifelt hrörnað; í stað þingsins var landsyfirréttur settur í
Reykjavík, er tók við dómsvaldi þingsins. Biskupsstólunum
var nú slegið saman og eins latínuskólunum, stólsjarðirnar
voru seldar, prentsmiðjan á Hólum lögð niður o. s. frv.
Mörgu var breytt i embættaskipun og öðru samkvæmt danskri
venju og lítið skeytt um það er íslenzkt var, fornt og þjóðlegt.

Til yfirlits munum vér því næst í örstuttu ágripi benda
á hinar helztu sendiferðir, sem gjörðar voru til Islands eptir
miðja 18. öld í verklegum og vísindalegum tilgangi, en síðar
í þessari bók munum vér fara nákvæmar út í hið
vísinda-lega er snertir þekkingu á landinu, en sleppa flestöllu öðru.
3?ess hefir fyrr verið getið, að Niels Horrebow dvaldi á
ís-landi 1749—51 til þess að gjöra athuganir um hnattstöðu
landsins og um veðráttufar, mun það hafa verið að fyrirlagi
vísindafélagsins danska, er þá var nýstofnað (1742). Brátt
sáu menn að það var fleira en þetta er þurfti rannsókna við

r

á Islandi, því eiginlega var þar alit órannsakað; það mátti
að minsta kosti segja, að sú þekking er menn höfðu um
ís-land var alveg ófullnægjandi í samanburði við það stig
vís-indanna, er menn þá höfðu náð um miðja 18. öld. Pá voru
þeir Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson fvrir tilstilli
visinda-félagsins og með styrk stjórnarinnar kosnir til íslandsfarar
og skyldu þeir rannsaka náttúru landsins í öllum greinum,
búnaðarástand og landshætti alla. Heppilegri menn var ekki
hægt að fá, þeir ferðuðust um landið 1752—1757 og var
árangur ferðarinnar afarmikill sem síðar mun frásagt. Um
sama leyti, 1756, var F. W. Hastfer sendur til íslands til
þess að líta eptir fjárræktinni, sem fyrr hefir verið getið.
Arið 1764 var J. G. König sendur til íslands til þess að
rannsaka jurtagróður landsins og fór hann fyrstur um landið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free