- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
10

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

10

öld, þá er ekki því að leyna, að framfarirnar eru miklar frá
því sem áður var, einkum í náttúrusögu og skildum
grein-um. Dvrafræði og grasafræði voru á 17. öld mjög í molum,
þó þekkingin að sumu leyti hjá hinum helztu fræðimönnum
þeirrar aldar væri nokkuð víðtæk, þá var engin regla á neinu;
náttúrusagan hafði enn eigi komist í fast fræðikerfi og menn
voru eigi enn búnir að fá nægilega og Ijósa hugmynd um
skyldleika tegundanna og gátu því ekki raðað þeim í
eðli-lega hópa. Þó menn þekktu allvel hið vtra útlit margra dýra
og jurta og gætu greint þær 1 sundur, þá höfðu menn þó
mjög litla þekkingu á hinni innri byggingu og öllu lífseðli
tegundanna. Vér höfum séð hér að framan, að menn á 17.
öld hópuðu saman dýr og jurtir af handahófi án þess nokkrir
verulegir eiginlegleikar sameinuðu tegundir hvers flokks, var
þá opt aðeins farið eptir málvenju eða ýmsum
þj’-ðingarlaus-um ytri kringumstæðum: plöntum var t. d. skipt í jurtir,
runna og tré og mjög fjarskildum tegundum hrúgað saman
eptir því; dýr sem í vatni lifðu voru talin saman, hvalir, selir
og rostungar meðal fiska o. s. frv. í öllu þessu varð
stór-kostleg framför á 18. öld. Þessar framfarir voru mörgutn
náttúrufræðingum að þakka, en þó mest Linné hinum

sænska.

(

I hinum elztu grasafræðisbókum er optast engin
flokka-skipun, þar eru engar eða ónákvæmar lýsingar og plöntunum
opt raðað eptir stafrófsröð, þess er getið hver not megi af
þeim hafa og hverjar »náttúrur« fylgi þeim. Hjá stöku manni
sást þó á 16. öld dálítill vísir til vísindalegrar þekkingar, þá
sáu ýmsir náttúrufræðingar einkum Konrad Gesner (1516—
1565) að blóm og ávextir voru góð einkenni og að
plönt-urnar mátti hópa eptir bygging þessara líffæra; eptir hinni
auðkennilegustu blómbygging mynduðust þá þegar nokkrir
jurtaflokkar, sem síðan hafa haldist t. d. varablóm,
kross-blóm, körfublóm o. s. frv. Andreas Cœsalpinus (1519—1603)
var hinn fyrsti er reyndi að raða jurtaríkinu öllu í
náttúr-lega hópa og fór mest eptir lögun blómanna, ávöxtunum og
tölu fræanna. Þó hafa menn á Islandi varla þekkt eða notað

r

rit manna þessara að nokkrum mun. A 17. öld fór hinni

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0018.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free