Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
11
almennu grasafræði lítið fram, en menn lærðu að þekkja
fjölda jurta úr ýmsum heimsálfum, en flestar grasabækur voru
samt æði ruglingslegar; Johan JRay (1628—1705) og Josepli
de Tournefort (1656—1708) reyndu þó að koma nokkru
skipu-lagi á niðurröðun jurla. Helzt vantaði nákvæmar lýsingar
tegunda og ætta og svo voru jurtanöfnin á mestu ringulreið,
svo opt var mjög örðugt að fá nægilega vitneskju um hverjar
þær jurtir voru, sem nefndar voru í bókum. Snemma á 18.
öld kemur Karl Linné til sögunnar, hann er hinn mesti
skör-ungur og endurbætir allar greinir náttúrusögunnar, en þó
einkum grasafræðina. Linné var fæddur í Sviariki 1707, varð
1741 háskólakennari í Uppsölum og dó þar 1778. Að honum
söfnuðust margir lærisveinar úr öllum áttum og ferðuðust
síðan margir þeirra víðsvegar um heim; kenningar Linnés
útbreiddust um öll menntuð lönd og liöfðu rit hans og kennsla
hin mestu áhrif á framfarir náttúruvísindanna. Linné setti
fyrstur manna sérstök vísindaleg nöfn á dýr og jurtir; gaf
hann hverju dýri og hverri jurt tvö nöfn tegundar- og
kyns-nafn. Tegund (species) kallar Linné alla þá einstaklinga, sem
í öllum verulegum eiginlegleikum eru eins og skvldar
teg-undir sameinar hann í kyn (genera); er kynsnafnið liaft fyrst
og síðan tegundarnafnið. Nafnagipt þessi var mjög eðlileg,
einföld og praktisk og halda allir náttúrufræðingar henni enn.
Nú vöndust menn fremur enn áður á að taka eptir skyldleika
tegundanna til þess að geta gefið þeim rétt nöfn og heimfært
þær undir rétt kyn. Linné færði saman mörg kyn í ættir,
ættirnar í hópa og hópana í flokka; hann gaf út mörg
hand-hæg rit um tegundir þær, er þá voru kunnar. Nú brá
snögg-lega birtu yfir dýra- og jurtaríkið og menn áttu miklu hægra
með að ákveða tegundirnar og fá yfirlit yfir dýra- og jurtalíf
hvers lands. Linné gat með nákvæmni sinni og glöggskyggni
komið reglu og röð á óskapnað þann sem áður var. Mest
áhrif hafði Linné á grasafræðina og raðaði plöntunum niður
í fræðikerfi það, sem við hann er kennt; hann raðaði
plönt-unum eptir æxlunarfærunum eingöngu og tók ekki tillit til
alls skapnaðar jurtarinnar. Þó niðurröðun þessi nú sé lögð
niður og hún alltaf væri óeðlileg, þá var hún mjög handhæg
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>