- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
19

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

19

lög og kletta, sem verða á vegi hans og brevtir sumum í

ösku; þegar gýs á sævarbotni myndast leð.ja er síðan harðnar.

Af eldgosum aukast gömul lönd og nýjar eyjar myndast í

hafi. Lönd þau, sem þannig myndast af jarðeldum eru mjög

hrjóstrug og holótt, en verða þó smátt og smátt frjósöm er

snjór og regn hefir borið ösku og dust saman í dalina og

t

myndað jarðveg fyrir jurtirnar. Höf. ætlar að Island sé þannig
tilorðið mörgum öldum áður en það fannst, fyrst risu sker
og smáeyjar úr sjó, en stöðug gos juku við svo eyjarnar
stækkuóu, hækkuðu og tengdust saman uns landið varð eins
og nú sjáum vér.

Eptir þessi inngangsorð um almenna jarðfræði kemur hin

eiginlega landlýsing, þar er fyrst almenn lýsing stutt og lýst

útiiti hrauna og vikra og svo byrjar lýsing landsfjóróunga.

Þar er í 5 kapítulum getið um hina helztu jökla og eldfjöll,

vötn, hraun og hveri, miklu nánar en 1 eldri bókum og er

víða vitnað í fornsögurnar. Oðrum kafla bókarinnar er einnig

skipt í 5 kapítula; þar eru fyrst taldir hellar á íslandi, síðan

lýsir höf. dölum og sléttum og skiptir láglendi 1 lyngmóa,

valllendi og mýrar, hann talar og um mómyndun og getur um

vikralög í mónum; þá lýsir höf. vötnum á Islandi og talar

um tvibytnur, nikra, orminn í Lagarfljóti og silunga i fjalla-

vötnum, þvínæst um hveri og orsakir gosanna. Hverirnir

standa í sambandi við vatnsfylltar holur og krókótta ganga í

jörðu, en lopt neðanjarðar veldur gosum; lækir frá hærri

stöðum renna niður í hellana, af jarðhitanum hitnar vatnið

og verður sjóðandi, af lopti og hita þenst vatnið út, þrýstist

upp ígegnum mjóar pípur upp á yfirborðið og þá koma gosin.

Þvinæst getur höf. um vötn. sem brjóta af sér ís, um stöðu-

vötn, sem í rennur, en ekkert rennur úr og aukast þó ekki,

um vatn, setn hverfur í jörðu undan sumum jöklum o. s. frv.
i

I þriója kapítula annars kafla talar höf. um salttegundir, um
salt í Hekluhraunum, um saltbrennslu til forna og um
ölkeld-ur, ennfremur um brennistein og hveraleir, um rauða, járn í
hraungrýti o. fl. I A. kapítula er talað um steingjörvinga,
hrafntinnu, surtarbrand, móberg og þussaberg, er höf. ætlar
að myndast hafi við gos á mararbotni, og að endingu talar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0027.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free