- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
24

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

24

þær, sem Harboe biskup óg Hórrebow höföu gjört um landið

og sendi hann vísindafélaginu álit sitt um þær og athuga-

semdir. Þenna vetur reit Eggert Olafsson bækling um hjá-

trú þá er snertir íslenzk eldfjöll1 og lét hann ganga út á prent

vorið eptir. Ritgjörð þessi átti að vera nokkurskonar inn-

gangur til seinni hlutans af bók Eggerts »De natura et consti-

t

tutione Islandiæ«, sem þó aldrei kom út. I ritgjörð þessari
talar Eggert mest um átrúnað þann, sem menn í heiðni höfðu
á fjöllum og um landvætti og visar i fjölda marga sögustaði,
reynir Eggert meðal annars að sanna, að fornmenn hafi frá
öndverðu trúað þvi að allskouar kynjaeldar og síðar jarðeldar
stæðu í einhverju nánu sambandi við Iandvætti, bergbúa, anda
og drauga. Liklega hefir ritgjörð þessi átt að vera lengri;
hún er nokkuð snubbótt. Eggert ætlaði að rita itarlega um
íslenzk eldfjöll og hafði safnað til þess, en honum entist eigi
aldur, svo margt varð ógert af þvi sem hann ætlaði sér.

Um veturinn 1750—51 kallaði Harboe biskup þá Eggert
fyrir sig og lét þá vita að borin væri til eyrna konungs fregn
um ferð þeirra og ætlaði hann að senda þá til Islands til
frekari rannsókna. Tóku þeir því líklega og kváðu sig fúsa
til fararinnar, fengu þeir konungsbréf um þetta 23. apríl 1751
og er meðal annars tekið fram i bréfmu að Eggert sé þegar
kunnur orðinn fyrir rit sitt um náttúru Islands2. Erindisbréf

r

þeirra var útgefið 1. júlí s. á. Akvæði þessi um ferðalagið
voru gjörð fyrir tilstilli visindafélagsins danska og undir
um-sjón þess; forseti félagsins Johan Ludvig greifi af Holstein
stuðlaði mjög að þessu, enda var hann unnandi vísindum og
sérstaklega hneigður fyrir grasafræði. Var svo ákveðið að
þeir Eggert sendu visindafélaginu skýrslur og náttúrugripi.
Þessi missiri varð þó ekki af ferð þeirra og var ákveðið að
þeir skyldu enn dvelja einn vetur i Kaupmannahöfn til þess
að búa sig undir ferðina og til þess að fullkotnna sig í stærð-

Egerhardtis Olavius: Disquisitio antiquario-physica de ortu et
progressu superstilionis circa Ignem Islandiæ subterraneum, vulgo
in-fernatem. Resp. Davide Schewingio In auditorio Colleg. Medic. Anno
1751 die 23. jun Hafniæ. 4°, 28 bls.

3) Lovsamling for Island III, bls. 70—72.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0032.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free