- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
28

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

sent og um það hvernig íslendingar noti þær, um steinkol,
brennistein og aðra nytsama steina, um jarðelda og fugla á
íslandi, einkum æðarfugl og ýmsa sjófugla. Ennfremur er
þar getið um veðurathuganir, sem Bjarni hefir gjört í Viðey
vet-urinn 1752—53 um 9 mánuði og um tilraunir, sem þar voru
gjörðar með sáningu vetrarrúgs, sem rnisheppnuðust. Þenna
vetur var veður stillt og gott i febrúar og apríl, en annars
ókyrrt hina 7 mánuðina, voru þá opt útsynningar með fjúki,
hagli og regni, en stundum landnyrðingar með frosti og féll
þá rnjög útigangspeningur; fiskiveiðar voru lélegar sakir
gæfta-leysis. Þar er og getið um mistur, sem þeir segja að muni
vera roksandur eða rvk sem flyzt með stormi1. I
aprilmán-uði 1753 voru blóm komin á skarfakál í Viðey og hér og
hvar farið að grænka, en allt þetta evddist aptur og hörð
köst komu í maí og jútií: en 9 seinustu dagana af júní
hitn-aði svo mjög að grasið þaut upp á skömmum tíma. Styzti
dagur í Viðey var 9 st. 33 mín. frá byrjuti dagsbrúnar til
rökkurloka, verkljóst var þann dag 7 st. 27 mín. en sólin var
3x/2 stuud yfir sjóndeildarhringi. Hinn 10. febrúar 1755 las
prófessor Buchwald aptur upp fyrir félaginu skýrslur um ferðir
þeirra félaga, athuganir og tilraunir frá 1. nóv. 1753 til
júlí-loka 1754. Höfðu þeir meðal annars gjört tilraunir með
salt-suðu og sent sýnishorn ýmsra steina og málmtegunda, sem
þeir hugðu að notum mætti verða; þeir sendu líka
kræki-berjavín, sem þeir höfðu notað til lækninga við ýmsum
sjúk-dómum.

Sumarið 1754 bvrjuðu þeir Eggert og Bjarni ferð sína
10. júní og fóru úr Viðey upp á Akranes, svo utn
Borgar-fjörð, yfir Skarðsheiði vestri og allt vestur að Staðarstað.
Skoðuðu þeir síðan Snæfellsnes. ölkeldur þar og annað og
gengu fvrstir inanna upp á Snæfellsjökul 1. júlí, en margir
hafa farir þangað síðan. I þá daga var alþýða manna hrædd
við allar fjallgöngur og töldu Jöklarar mikil tormerki á að
uppganga á jökulinn mundi takast, því þar væri svo margar

Lysinguna á mistri í ferðabók Eggerts hafa margir útlendingar
misskilið svo. að á Jslandi liéti sérstakur vindur »mistur«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0036.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free